Víst er riklingur fiskur

Ég bara verð að mótmæla núna. Það eru mistök dómara að búa til spurningar sem hægt er að svara á marga vegu. Riklingur er fiskur og hann er líka steinbítur og hertur fiskur eða bara harðfiskur.  

Ég bara verð að skjóta þessu á hann Davíð. Hann hefur annars verið vaxandi stjarna í mínum huga og sá vöxtur hefur tengst því að hann er hættur að bulla eins voðalega og hann gerði hérna um árið þegar hann lagði alla áherslu á að vera fyndinn.  Þá fannst mér hann ekkert fyndinn.

En núna í seinni tíð hefur hann opinberað gáfur sem mann grunaði ekki áður að hann ætti til og er meira að segja sallafínn í jakkafötum.Hann þurfti bara að finna sér stað í sviðsljósinu og hélt í byrjun að allt fengist með fyndninni. Misskilningur.

Ég kom fyrst auga á hans nýju ímynd þegar við í sömu tuðrunni bárumst að landi í Aðalvík á Ströndum fyrir nokkrum árum. Þá var hann ekki lengur fyndinn. Maður að mínu skapi, og þess vegna fyrirgef ég honum þetta með riklinginn - í þetta sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, Davíð hefur líka vaxið í mínum augum eftir að hann hætti þessu gríni sem var ekki fyrir mig. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.3.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hefði gefið rétt fyrir fisk.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.3.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ætli ég mótmæli ekki líka.   Ékki Davíð heldur þér Helga.  Að hausti þegar smálúðan (lúðulokin) var hvað feitust var hún tekin, flökuð, og skorin með roðinu niður í jafna strimla, sett í pækilblöndu yfir nótt og hengd síðan upp í hjall til þerris.  Sökum þess að lúðan er mjög feit á þessum árstíma urðu strimlarnir frekar mjúkir undir tönn og passa þurfti vel upp á að fitan þránaði ekki.  Mikið reið því á að hengja upp í frosti.

Þetta var og er kallaður riklingur, sumsstaðar lúðuriklingur.  Aldrei hef ég heyrt um steinbítsrikling hvað þá að heitið sé notað um annan þurrkaðan  fisk. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 2.3.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

En er það samt ekki fiskur?

Helga R. Einarsdóttir, 2.3.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Gleymdi öðru - af hverju segir þú "var" Sveinn? Er þetta ekki gert lengur?  Ég vona að það sé einhversstaðar til af því mér finnst riklingur góður þó ég sé ekki svona fróð um framleiðsluna.  Ég er reyndar nokkuð viss um að hafa heyrt talað um "steinbítsrikling", en það er þá sennilega stolið frá lúðunni.

Helga R. Einarsdóttir, 2.3.2007 kl. 22:27

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Auðvitað er þetta fiskur - hvað annað.  En hugtakið fiskur er mjög víðfemt þannig að útilokað hefði verið að gefa rétt fyrir slíkt svar.  Riklingur er hins vegar þröngt skýrt afmarkað fyrirbæri og að sjálfsögðu þarf þá að svara slíkri spurningu með viðeigandi hætti. 

Þegar lúðan gekk upp að landi á haustin var hún í hvað bestum holdum og mjög eftirsótt.  T.d. veiddu Breiðfirðingar lúðuna upp í landsteinum á haustin en síðustu ár hefur veiðin dregist saman. 

Ég veit ekki um neinn "alvöru framleiðanda" sem framleiðir rikling til sölu.  Það eru einhverjir enn að gera þetta fyrir sjálfa sig og það er tvennt sem veldur:  Geymsluþol vörunnar er mjög lítið (fitan þránar fljótt) og gífurlega hátt hráefnisverð.  Harðfiskverkandi á Flateyri (man því miður ekki nafnið) sagði mér fyrir tveim árum þegar ég spurðist fyrir um rikling að til að borgaði sig að verka hann þyrfti kílóverð til neytandans að vera 18 - 20 þúsund krónur.  Dýrir bitar það.

Ég spurði mér fróðari um steinbítsrikling.  Hann sagði mér að hann hefði fyrst heyrt þetta orð fyrir örfáum árum þegar steinbítsriklingur var til sölu í versluninni Svalbarði (blessuð sé minning hennar).  Þetta hafi verið smár steinbítur, fitulítill, þannig að fátt var líkt með honum og lúðuriklingi sem er mjög fituríkur.

Sveinn Ingi Lýðsson, 3.3.2007 kl. 08:44

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þakka þér fyrir fróðleikinn Sveinn.

Helga R. Einarsdóttir, 3.3.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband