Hjúkk! Ég dreifði ólöglega, en slapp fyrir horn

Þegar hún nafna mín kom um daginn til að búa hjá okkur í hálfan mánuð þurfti auðvitað að endurskipuleggja matarforða heimilisins. Unglinga langar til að borða ýmislegt sem við eigum ekki alltaf til. En það var alla vega til nóg af morgunkorni. Í gegnum árin hafa krakkarnir alltaf komið öðru hvoru til að gista svo ég hef passað að eiga til Cheerios, bæði Hony nut og hinsegin, Coco Puffs og svo eitthvert stafadæmi sem ég held nú að sé aðallega vinsælt í Ameríku.

Nafna þurfti þess vegna ekki að hafa áhyggjur af morgunmatnum. En fyrsta daginn þegar hún var að búa sig af stað í skólann, og fór í skápinn til að sækja pakka af einhverju þessu, heyrði ég að hún kallaði: "Amma, hvað er í gangi"?  Auðvitað vissi amma, nývöknuð og morgunfúl, ekkert "hvað var í gangi".  "Þetta er allt eldgamalt", sagði hún þegar ég kom fram. Haaa - sagði ég á móti.  "Það eru allir pakkarnir löngu útrunnir". Núú - svaraði ég - og sá svo sem ekkert að því.  "Tveir eru síðan 2004 og einn 2005 - ertekkílagi?"  Jæja, sagði ég og var nú farin að skilja að stúlkunni þóknaðist ekki að snæða morgunkorn af annarri árgerð en 2007.

  þar sem þetta var ákaflega árla morguns og hvorug okkar í standi til frekari málalenginga opnaði ég ísskápinn í snatri og fann þar jógurtdós dágóða sem ég rétti henni. Hún tók fegin við, en hafði áður sópað útúr skápnum öllum birgðum heimilisins af útrunnu morgunkorni. Ég myndi víst ekki komast hjá endurnýjun þar.  Við fórum svo í búð síðdegis og keyptum vænan pakka af Kelloggs Special K ( megrandi) sem hún var ánægð með, svo lengi sem hún var hér.

En það voru pakkarnir fjórir af Cheerios , Honý nut og Coco puffs og stafadæmi sem stóðu nú á eldhúsborðinu. Ekki hendir maður mat? Þetta var á miðjum þorra og fuglarnir komu alla daga til að fá eitthvað gott í gogginn. Ég var búin með reyniberin sem ég tíndi handa þeim í haust. Satt að segja var ég farin að draga úr gjöfinni, enda frekar snjólétt á þessum tíma. En þarna fann ég stað fyrir morgunkornið. Fuglarnir éta allt og af hverju þá ekki svona mat? Ég vissi þá heldur ekkert um skaðsemi útrunnins morgunkorns. Ég tók pakkana  og dreifði öllum þessum matvælum ólöglega um lóðina.

  Sem betur fer eru nú öll ummerki löngu horfin af blettinum, og pakkarnir með dagsetningunum eru urðaðir úti í Ölfusi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Það er möst að eiga Cheerios fyrir Dýrleifu Nönnu. Helst e-ð sem er ekki útrunnið ;-)

Josiha, 28.2.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þið verðið þá að koma oft svo hún nái að ljúka úr pakkanum innan árs.

Helga R. Einarsdóttir, 28.2.2007 kl. 21:14

3 identicon

Það er spurning með fjölskylduhjálpina.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 21:55

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gæti hugsast að ég eigi líka ólöglegt morgunkorn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.2.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband