Sumir safna bréfum

Og flestir sem eru stórvirkir í því eiga bréf í mörgum fyrirtækjum. En svoleiðis söfnun er varla mjög spennandi þegar allt er í frjálsu falli. Vonandi "hressist Eyjólfur". Ég hef aldrei lagt mig eftir að safna svona bréfum. Einhvernvegin urðu til nokkrar krónur í Samvinnubankabréfum, sem síðar urðu Íslandsbankabréf og á endanum Glitnisbréf, hvað sem svo verður. En eins og ég sagði, allt gerðist þetta án verulegrar fyrirhafnar eða ákveðins vilja til bréfasöfnunar. 

En ég hef ýmsu safnað í gegnum árin. Ég hef safnað frímerkjum og ég hef safnað mynt.   Í mörg ár safnaði ég fyrstadagsumslögum, það verður verkefni elliáranna að koma þeim fallega fyrir í möppum. Þau eru víst að mestu verðlaus. Einu sinni fór ég að kaupa bangsa í öllum flugstöðvum sem ég heimsótti í útlöndum. Ég hætti því þegar kistan í forstofunni var orðin full. Það er kistan hans pabba, sem hann kom með dótið sitt í þegar hann flutti frá mömmu sinni, í sveitina, 11 ára gamall.  Hann notaði hana svo fyrir bækurnar í garðyrkjuskólanum. 

Ég er svo illa haldin af steinasöfnunarfíkn að það er varla hægt að fara með mig í ferðalög um landið. Sérstaklega verður að varast leiðir sem liggja með fjörum. Borgarfjörður eystri, Glerhallavík og Snæfellsnes eru hættusvæði.  Jafnvel sólbakaðar strendur Ameríku hafa orðið fyrir barðinu á mér og einu sinni fórnaði ég lítersflösku af eðallíkjör fyrir stóran stein í handfarangri. 

Ég safnaði fjölærum blómum í mörg ár og á tímabili var ég í sambandi við karl í Noregi sem sendi mér afleggjara af Fukshium. Ég átti orðið 30 mismunandi afbrigði, þá dó karlinn. Nú safna ég trjám. Í sveitinni get ég plantað óteljandi trjám og það er svo spennandi að gera tilraunir með tegundir. Hvað getur lifað þar? Ég hef ekki hugmynd um hvað sortirnar eru orðnar margar.

Ég safnaði póstkortum í mörg ár, átti nokkra söfnunarfélaga í Noregi. Við skiptumst á kortum af ýmsum gerðum og úr öllum heiminum. Þegar allir skiptivinirnir nema einn voru dánir þá hætti ég. Ég held hann sé lifandi ennþá og vinni hjá Norsk Hydro. 

Ég safna pínulitlum bollastellum og öðru svona mini mini - helst frá útlöndum. Og ég safna bókum og myndum. Ég á örugglega mörg þúsund myndir.Bækurnar sem ég helst kaupi eru þó svolítið óvenjulegar. Ég fell fyrir óskrifuðum bókum, flottar svoleiðis bækur, línustrikaðar og kannski með gyllingu á ég nokkrar, en þær eru sjaldan óskrifaðar lengi. Ég finn þeim oftast eitthvert verkefni.Það er örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki í bili. Ef ég eignast fleira en eitt af einhverju kallar það oftast á enn fleira. Þetta heitir víst söfnunarárátta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég á stútfullan plastpoka af  póstkortum sem ég hef fengið í gegnum tíðina.Pennavinir héldu alltaf að ég safnaði  þeim. Ég vildi nú allveg gefa einhverjum sem safnar þannig þau. Vil ekki selja eða láta sala hafa. Svo er allt fullt af steinum í Langagerði sem mamma safnaði. Það verður nú vinna að losa sig við þá.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.2.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Ólafur fannberg

og ég á helling af steinum og öðrum hlutum uppsöfnuðum af hafsbotni

Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 08:34

3 identicon

Er kominn tími á Fukshiur?

Guðbjörg Elín (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 10:46

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei Guðbjörg, það er ekki fyrr en í maí. En mundu eftir að vökva greyið.

Helga R. Einarsdóttir, 28.2.2007 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband