Ég er "Lost" einn ganginn enn

Nú bara reyni ég ekki meir. Þegar "Lost" byrjaði aftur varð ég voða glöð og ætlaði að horfa eins og ég gerði áður. Ég reyndi samviskulega að tolla við tvo þætti en gafst svo upp. Þetta er orðið eitthvert endalaust rugl sem vonlaust er að sitja undir. Maður verður alveg ruglaður, eða bara "lost" af að reyna að fylgjast með því.

Annars hef ég verið ákaflega laus við að bindast sjónvarpsefni órjúfanlegum böndum. Kannski sem betur fer. Nú hef ég í bili fundið mér samastað hjá Hálandahöfðingjanum og Aðþrengdu eiginkonunum, sem eru reyndar á sama kvöldi svo ég verð að þrauka nokkuð lengi þá. En á móti kemur að þá er ég búin með það sem ég þarf að sjá í vikunni, allt nema Spaugstofuna, sem ræðst af tilviljunum og skemmtanalífi hvort ég sé á laugardegi eða sunnudegi. Gott mál.  "Heimurinn", sem hefur verið á mánudögum, er reyndar algert klassaefni og allt í lagi að sjá svoleiðis  öðru hvoru. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hef aldrei horft á Lost var viss um að það væri bölvuð vitleysa. En eins og þú kanski veist er Hálandahöfðinginn upáhaldsþáttur hjá mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.2.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Josiha

Ég hef heldur aldrei horft á Lost. Efa það samt ekki að þetta séu góðir þættir.

Josiha, 27.2.2007 kl. 12:06

3 identicon

Hef heldur aldrei horft á Lost, og ekki heldur Hálandahöfðingjann.. en fylgist spennt með Aðþrengdu eiginkonunum... ;)

Ninna (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband