Helgin öll

Þessi helgi var tileinkuð því þarfa verkefni að reyna að ná fullri heilsu.                         Ekki er enn ljóst hvernig til tókst.    Eftir hádegið í gær fórum við í jarðarför í Selfosskirkju. Blessuð sé minningin hans Péturs. Það var full kirkja og það var kalt úti og miklar og góðar kökur með kaffinu í hótelinu.  það voru svo góðar kökur að eftir að við fórum í Bónus síðdegis ákvað ég að sleppa því að elda kvöldmat. Bara brauð og graflax og svoleiðis smá snarl.  Mamma datt þá inn, en fékk engan mat frekar en við.

Hún hafði verið í Rvk. að skemmta eldri borgurum í ráðhúsinu með Ragga Bjarna og borgarstjóranum. Hún var komin til að gista af því árla sunnudags ætlaði hún að setjast í rútu sem átti að flytja hana í 85 ára afmælisveislu á Blönduósi.  Mamma er nú ekki nema bráðum 82, en á morgun hefði pabbi orðið 85. Það var gömul vinkona þeirra sem hélt veisluna á Blönduósi.   En aftur til laugardags. Af því mamma fékk engan kvöldmat gáfum við henni smá bjór fyrir svefninn og tókst með því að koma henni í koju fyrir 11. Við vorum að ná heilsu og fórum því snemma að sofa.

Í dag var svo farið snemma á fætur og fyrir tíu var mamma komin í rútuna og engar áhyggjur af henni meir - í bili.   Svo fórum við til Rvk. í óvænta heimsókn á Hraunteig. Þau komu frá Ameríku í gær og við þurftum bara aðeinsað sjá þau.  Ekki tókst okkur að ná þeim í rúmi þó tímaruglið væri aðeins að trufala. Við tókum stúlkur tvær, Urði og Unu,  og eina vinkonu með, sem heitir Karen og ókum niður í bæ. Á meðan áttu foreldrarnir að fara hamförum við tiltekt og þrif.

Við ókum niður Laugaveginn.        Sólin náði ekki niður á milli húsanna. Það var kuldagjóla og ryk og rusl þyrlaðist um götuna og framan i  þessar fáu útlendu hræður sem hröktust um  á milli lokaðra búða og veitingastaða. 

Við komum niður að tjörn, en þar var ekki andskotalaust að finna bílastæði. Undarlegt með þessi þingmannastæði - hvers vegna má ekki venjulegt fólk nota þau á sunnudögum á meðan það gefur öndunum brauðbita eða biður Guð fyrir sér í Dómkirkjunni?  Loklsins gátum við skellt okkur í stæði, í boði Glitnis og ekki langt að ganga að tjarnarbakkanum. Það er ekki í einu, heldur öllu, sem bankarnir eru að toppa löggjafarsamkunduna.  það var eins gott að ekki var langt að labba. það var skítakuldi.

Stelpurnar reyttu brauðið í fuglana sem létu eins og þeir hefðu aðldrei fengið ætan bita. það tók ekki langan tíma að tæma pokann. En þá kom maður til okkar og gaf okkur fullt af pylsubrauði. Hann var örugglega að drepast úr kulda og reyndi nú að koma úthlutunarstarfinu á aðra svo hann kæmist fyrr heim í hlýjuna. En auðvitað var þetta góður maður.   Aftur komin í bílinn á stæði Glitnis, vorum við harla fegin og settum hitann á fullt. Ekki var nú þetta skynsamlegur liður í endurhæfingaráætlun helgarinnar.

Nú fórum við rúnt vestur undir Seltjarnarnes, til að kenna stúlkunum hvar það nes væri og hvað það héti.  Bíltúr er til einskis ef ekki fylgir eitthvað gáfulegt og uppbyggilegt. Ég fæ aldei nóg af að býsnast yfir því fólki sem aldrei segir börnunum sínum neitt um það sem fyrir ber í umhverfinu. Jæja næsti viðkomustaður var ESSO sjoppan nýja við Umferðamistöðina. Það er sjoppa sem ég skil ekki. Hverjum datt í hug og hvers vegna að dengja þessu niður þarna? Er nú ekki nóg af bensínstöðvum í bænum? Og verða nú ekki allir hinir að fá að hafa stöð við götuna? Svona bara í endanum á flugbrautinni? þarna fengum við ís og pylsur og voru allir sáttir.  þegar við fórum aftur í bílinn spurði ég Urði hvaða kirkja þetta væri sem við sáum? Amma, auðvitað Hallgrímskirkja, þú sagðir mér það þegar ég var þriggja ára GetLost.  Eki slæmt, og hefur þó átt heima í Boston alla ævi. 

Við skiluðum stúlkunum heim, en þar var allt vel á veg komið í tiltektinni.                 Svo fórum við aftur heim með viðkomu í einni búð. Það var dýrindis gluggaveður um allt Suðurland í dag og við fórum um þrengsli og Óseyrarbrú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Gaman hjá ykkur... en að hella ömmu fulla!!!

GK, 25.2.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Josiha

Þetta var gott blogg. Og mig langar í graflax *slef*

Josiha, 25.2.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það eraldeilis minni hjá þeirri litlu. Ég gat ekki annað en brosað.

Ég hef nú aldrei komið á þessa bensínstöð.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.2.2007 kl. 17:21

4 identicon

Við ætluðum að taka ykkur með í óvissuferð en þið misstuð af henni.

Já, hella "ömmu" fulla , bara til að losna við hana í rúmið fyrir ellefu!!! 

mýrarljósið (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:42

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Oooooo - alltaf er það svona, óvissuferð vildi ég síst missa af. Reynið endilega aftur seinna - plííís. Amman var ekkert svo full, hún sofnaði strax.

Helga R. Einarsdóttir, 26.2.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband