23.2.2007 | 21:48
Fegin er ég
Að það er komin helgi. Kannski hefði ég átt að vera lengur heima um daginn þegar ég fékk pestina. Alla vega hef ég alveg síðan verið með hellu fyrir eyrunum og dottið í svitakóf reglulega þrisvar á dag. Helgina ætla ég þess vegna að nota til að ná fyrri frískleika.
En það þarf samt að gera sitthvað fleira. Í fyrramálið kemur fjölskyldan heim frá Ameríku. Það er alltaf gott þegar einhverjir koma heim. Núna eru bara þrjú af börnunum tólf, þá tel ég allt saman, tengda og barnabörn og heimatilbúin börn, það eru bara þrjú af þessu öllu hér á landi. En það byrjar að lagast á morgun. Við þurfum að fara í jarðarför á morgun og svo kemur mamma til að gista á milli partýa, tvær nætur.
Sjónvarpið fór alveg með mig í gær. Ég horfi ákaflega lítið á sjónvarp og undanfarið hafa það eiginlega bara verið Spaugsstofan og eignkonurnar. Svo auðvitað fréttir, ég er fréttafíkill. En í gær dúkkar allt í einu Hálandahöfðinginn upp á eftir Kastljósinu og hann er alltaf góður. þarna komu sem sagt tveir þættir á sama kvöldinu sem ég gjarnan vildi sjá. Og það bara gerði ég. Þá er ég bara búin með nærri allt sjónvarpsgláp vikunnar á einu kvöldi.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hérna, nú ert þú búinn með sjónvarpskvóta vikunnar þangað til næsta fimmtudag...
GK, 23.2.2007 kl. 22:29
hvada kott varst thu ad tala um ???? man ekki eftir ketti i R 9
bestu kvedjur fra friskum og ofriskum a gran canary
gugga (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 22:44
Hehehe...
Josiha, 23.2.2007 kl. 23:09
Ég held svo mikið upp á Hálandahöfðingann. Ég miist eitthvað úr eiginkonnum heila seríu afþví eg var erlendis og síðan hef ég ekki horft á þær . Fékk einhvern veginn nóg. þó var svo gaman af þeim fyrst. Góða helgi Helga min og vonandi jafnar þú þig betur um helgina.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.2.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.