21.2.2007 | 21:33
Hvað ef veröldin okkar hrynur?
Ég segi bara svona. Manni getur nú dottið í hug að ein vandræði gætu tekið við af öðrum. það byrjaði með pósti sem tilkynnti mér nýtt lykilorð, sem ég á aldrei eftir að læra - eða þannig. þetta voru nú fýluviðbrögð sem gætu runnið af mér. Svo ætla ég í sakleysi mínu að kommenta á eina örlitla færslu. Innskráð og falin mínu nýja lykilorði. En - nei takk, "þú mátt ekkert kommenta á þesa færslu takk". "Jú víst" - ég klikkaði aftur, og fékk sama svarið. "Éttann sjálfur"! fylgdi síðasta klikkinu sem loksins leyfði mér að ljúka ætlunarverkinu.
Það hefur flögrað að mér undanfarið hvort hér gæti orðið "heimsendir", og við verðum kannski allt í einu bara alls ekki til? Ég viðurkenni að ég hef búið mig undir einhverskonar endalok, en auðvitað jafnframt vonað að þau verði aldrei. Ég hef búið mig undir það með því að ákveða að þá muni ég leita annarra leiða og aldrei láta segja mér að "hætta þessu bara". Svoleiðis "komment" eiga bara heima í "mannheimum".
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú getur breytt lykilorðinu sem þú fékkst í dag í gamla lykilorðið. Ég meina, haft aftur það sem þú varst með. Ég get líka gert þetta fyrir þig. Sendu mér bara póst :-)
Josiha, 21.2.2007 kl. 22:39
Ég fékk nú enga viðvörun að það ætti að breyta lykilorðinu! Komst ekkert inn í gær svo ég ákvað að prufa í dag og sama sagan. En ég er búin að finna útúr þessu núna!
kv.
BH
Berglind , 22.2.2007 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.