Einn af nítján bræðrum

Öskudagur. Ef rétt reynist sú gamla trú að hann eigi sér átján bræður veðurfarslega, verður heldur hráslagalegt næstu vikur. En það er allt í lag, vorið er á næsta leiti, við sjáum það á birtunni.

Í dag voru engin börn í skólanum, við notuðum tímann til að gera allt sem við þurfum að gera barnlaus. Það er alltaf heilmikið sem safnast upp á milli starfsdaga. Öðru hvoru sáum við út um gluggana nokkra krakka hrekjast um göturnar í gjólunni og snjófuktinu. Klædd í furðulegustu föt og máluð í öllum regnbogans litum.   Með plastpoka, nokkuð stóra, en misjafnlega úttroðna. það er ekki öllum jafn vel gefið að bjóða sig fram til að skemmta fólki. 

Ég átti síðdegis leið í búð, og á meðan ég var að bíða afgreiðslu komu þar inn fjórar litlar stúlkur, furðuklæddar, kaldar og hraktar eftir daglangt hark á götunum.  Ein þeirra hafði orð fyrir hópnum og spurði heldur uppburðarlítil hvort þær mættu syngja? "Já", sagði konan.  Þær byrjuðu sönginn og rauluðu kuldabláum vörum:"Snert hörpu mína himinborna dís" o.s.frv.  "Þrjár í viðbót", sagði konan, heldur hvöss þegar söngurinn hljóðnaði. "Nei, við erum bara fjórar", sagði sú sem talaði. "Þrjár vísur í viðbót, þetta kvæði er fjórar vísur", sagði konan og var ekkert glaðleg. "Við kunnum ekki meira" sagði stúlkan. "Aftur þessa þá" sagði  búðarkonan "góða". 

Það er eitt sem ekki má láta á sig sannast í skemmtanabransanum, maður gefst aldrei upp. Og þær byrjuðu aftur.   "Snert hörpu mína ...... ".  þetta lét sú gamla gott heita og stakk að þeim poka með einhverjum glaðningi. Þær flýttu sér út í kuldann, sennilega fegnar að sleppa.

En það er líklega heldur enginn leikur að vera búðarkona á öskudaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Oj leiðinleg búðarkona! Hún á nú bara að vera þakklát fyrir að þær sungu e-ð almennilegt lag!

Annars sá ég nokkur börn í dag á vappinu og ég gat alls ekki séð hvað þau áttu að vera. Sýndist þau helst vera bara þau sjálf, þ.e. ekki í neinum búning. Kannski voru þau í súpermanbúning undir fötunum? 

Josiha, 21.2.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Josiha

Hvernig er heilsan?

Josiha, 21.2.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Heilsan er að lagast, heldur rólega þó. Ég er hálf heyrnarlaus.

Helga R. Einarsdóttir, 21.2.2007 kl. 21:18

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Heimsókn og gott að heyra að heilsan sé að batna. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.2.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband