Kettir og fuglar

Á okkar heimili var einu sinni reynt að hafa gæludýr, en aldrei þó miklið af þeim. Krakkana langaði í hund, það var hundur í sveitinni sem hét Kjói og hann fékk stundum að koma í heimsókn. Af hverju gátum við ekki bara fengið okkur hund sjálf?  Ég hefði verið alveg til í hund, en samt hef ég alltaf reynt að segja sjálfri mér að þeir eigi heima í sveit þar sem fólk er með þeim á daginn. Aleinn innilokaður alla daga, það er hundalíf sem ég óska engum.

En það sem tók af skarið var húsbóndinn Ef hundur kæmi á heimilið myndi hann flytja út í bílskúr. Afdráttarlaus og einföld yfirlýsing, en engin ástæða fylgdi. Krakkarnir trúðu víst að hann myndi standa við þetta og hættu suðinu.  Við komumst aldrei að því hvaða ástæður lágu að baki. Kannski var þetta bara dulbúin tilraun til að fá að vera hjá bílnum í skúrnum. En hún semsagt mistókst.

En köttur? Það mátti ræða það. Og það reyndar varð úr að við fórum niður í sveit og fengum þar lítinn svart og hvítflekkóttan kettling, "rosalega sætan". Angórukött.  En kettlingar vaxa og þeir eru ekki allir jafn yndislega ljúfir. Og þessi tiltekni kettlingur varð ótrúlega fljótt stór, og hann varð kafloðinn, þó helmingurinn af hárunum væri stöðugt í flygsum út um allt hús.  Og hann var þeirrar einstöku náttúru að vilja ekkert með fólk hafa, nema til að fá að borða stöku sinnum. Þess í milli hékk hann á klónum á sófum og stólum og nagaði líka það sem honum fannst gott á bragðið.  Honum var komið til himna. 

  Nú kom röðin að páfagaukum. Krakkarnir eignuðust nokkra þannig fugla sem lifðu og dóu eftir dúk og disk. Allir dóu þeir að lokum. Sá síðasti, hvítur man ég, dó úr hræðslu í búrinu sínu þegar kattarkvikindi fór inn um gluggann og var þar í herberginu hjá honum heilan dag. Ömurlegt andlát.

Svo liðu mörg ár og enginn nefndi skepnu af neinu tagi. Ja - ekki nema hann Sigurblakk sem var bara úti í hesthúsi eins og allir almennilegir hestar.  Já - þá einn góðan veðurdag kemur nágrannakona í heimsókn og segir þau tíðindi að finkuparið hennar - eða auðvitað einhvers af krökkunum, þetta er allt skilið eftir hjá foreldrum í fyllingu tímans. Já finkuparið hafði fjölgað sér svo um munaði og hún bauð unga - ókeypis.

Þegar hér var komið sögu vorum við orðin þrjú hér heima, tvö þau eldri farinn sinn veg. Yngsti sonurinn  var sá sem átti að eignast finkuungann. Jú -jú - við gátum alveg tekið einn fugl, við áttum búrið frá páfagaukunum. Og hófst nú finkubúskapur sem stóð í nokkur ár. Meira að segja urðu fuglarnir tveir í búrinu á tímabili, en annar var þá vondur við hinn og kroppaði líklega gat á hausinn á honum. Hann dó.

Svo varð þá sá upphaflegi einn eftir og árin liðu. Strákurinn hafði búrið fyrst í sínu herbergi, en svo þrengdist þar og þá var það bara flutt í annað herbergi sem stóð autt. Hann átti sitt eigið herbergi og hét Lubbi. Það var húsbóndinn sem skírði hann. Hafði hann eftir allt saman dreymt dulda drauma um hund? 

Ég man ekki hvert tilefnið var en það var haldin veisla. Allt húsið undirlagt og Lubbi settur fram á þvottahúsborð á meðan. Finkur kunna ekkert að vera í veislum. Hann gleymdist þar frammi. Reyndar fór bara vel um hann og á hverjum morgni þegar húsráðandi fór til vinnu var síðasta kveðjan, "bless Lubbi" og svo aftur kominn "sæll Lubbi". Og ég get svarið það að Lubbi gerði mannamun og kvaddi og heilsaði þessum einkavini sínum eins og finkur heilsa sínum nánustu. Þegar ég fór út leit hann ekki á mig - og ég ekki á hann - við vorum  ekkert náin.   þarna lifði Lubbi í nokkur ár og átti líklega sitt blómaskeið. Enginn talar við fugl í búri sem er lokaður inni í herbergi, en þarna var hann í miðri traffíkinni. En svo kom sá dagur að Lubbi heilsaði ekki í hádeginu. Hann var orðinn gamall og hefur vonandi fengið hægt andlát í svefni á prikinu sínu. Hann var jarðsettur á bak við bílskúr, með viðhöfn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það hefur bara verið fullt af gæludýrum hjá þér. Hjá mér voru bar tveir hvítir páfagaukar og líka hvítur hamstur sem einhver gaf Guðmundi út á götu. Ekki gat ég hennt greyinu. Þótti hálf ógeðslegt að koma við hann fyrist. En hver hugasði um kvikindið? Auðvitað ég. Tliviljun að öll  þessi dýr voru albínóar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.2.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: GK

Finkukerlingin dó úr hræðslu þegar var verið að fræsa götuna einn morguninn. Hún trylltist og datt svo niður dauð. Lubbi hins vegar lifði og lifði, þetta ætlaði ekki að taka neinn enda hjá honum.

Ekki gleyma gullfiskunum sem ég átti í stuttan tíma.

En heldurðu að pabbi hefði í alvöru farið út í skúr?

GK, 20.2.2007 kl. 00:26

3 Smámynd: Ólafur fannberg

þú hefur getað opnað gæludýrabúð

Ólafur fannberg, 20.2.2007 kl. 08:48

4 Smámynd: Zóphonías

meira að segja ég man eftir finkunni lengi í þvottahúsinu

Zóphonías, 20.2.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 197639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband