Mér leiðist svona "kvennavesen"

Ég er bara ekkert fyrir þetta vesen, enda ekki alin upp við tilstand þó Þorrinn eða Góan byrjuðu eða tækju enda.  Þá hétu líka konudagar og bóndadagar en engum datt i hug að í því fælist nokkuð annað en dagsetningin. Í seinni tið hefur svo þessum dögum fjölgað óhóflega, og yngra fólki er talin trú um að þetta og hitt sem leiðir til fjárútgjalda sé "eldgömul hefð".  Bull.

Ég hef ekkert á móti blómaframleiðendum, en þessar aðferðir hafa alltaf pirrað mig. Það er verið að gera fólk að fíflum og notaðar til þess heldur lágkúrulegar aðferðir.  Hver vill láta það spyrjast að hann vilji ekki gefa konunni sinni blóm, eða mömmu sinni? Þegar allir "eiga að gera það og hafa gert alla tíð".               

Af hverju geta blómakaupmenn ekki bara reynt að kenna fólki að kaupa sér blóm um hverja einustu helgi, ef það þá langar í blóm? Og láta bara mömmur, pabba, konur og kalla, kærustur, hunda og ketti liggja á milli hluta í þeim efnum.  Ég er líklega afturhaldssöm og fúl (vegna veikinda) en ég er bara á móti því að við gleypum allt sem að okkur er rétt í þeim tilgangi einum að græða á okkur.  Ég bara "kaupi" það ekki.    

En ég er að skána, það leynir sér ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Segi sama , Enda líklega af sömu kynslóð. Dagarnir hétu bara þetta og það var ekkert tilstand. Þessir dagar eru bara venjulegir hjá mér þó ég hafi óskað konum til hamingju með daginn og ég óska þér það líka. Það er oft bóndadagur á afmælinu mínu og það finnst mér fúlt. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.2.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 197639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband