Vantar raddþjálfun hjá RUV

Ég horfði nærri því á allan júróvisíon þáttinn í kvöld.  Það er meira en ég gerði kvöldin sem þessi níu lög voru valin. En ég var samt með það nokkuð á hreinu hvaða lag væri best. Ekkert var þó sem mér fannst alveg "brilliant"!  En Hún Heiða komst ekki einu sinni á blað og það er verulega dularfullt. Sannar reyndar, held ég, að það er eitthvað annað en gæði laganna sem ræður því hvar þau lenda.  En skiptir þetta annars nokkru máli? Við komumst aldrei nærri vinningi í keppninni sjálfri, þó ekki væri nema af landfræðilegum ástæðum. 

En ég má til að segja eitt, sem er reyndar fúlt nöldur. Ef blessunin hún Ragnhildur lendir oftar í því að stýra svona þætti, er þá ekki hægt að senda hana í raddþjálfun? Maður er dauðþreyttur eftir svona kvöld, að hlusta á hana skrækja með hálskirtlunum út um nefið. Hún hlýtur sjálf að vera algerlega búin á því. Kannski hafði ég svona vonda tilfinningu fyrir þessu akkúrat núna af því mér er illt í kirtlunum og nefið hálf stíflað.   En fólk sem þarf að nota röddina mikið fær víða tilsögn og hjáp við að virkja fleiri líkamshluta til gjörningsins. Ég veit t.d. að maginn kemur þar mikið við sögu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Æ ég hef ekki tekið neitt sérstaklega eftir þessu hjá henni...

Josiha, 17.2.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 197639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband