Ég má ekki fara út í dag

Einu sinni var haft vit fyrir mér, en nú geri ég það sjálf. Ég finn núna mest til í maganum, en það eru bara harðsperrur af hóstaköstunum. Það má sjá það í jákvæðu ljósi. Ef ég hósta í viku eða hálfan mánuð verð ég komin með flotta magavöðva. Gott mál hóstaköst. Svo er ég með ónot í bakinu, það er örugglega af því að liggja alltof lengi flöt. Þetta eru samt engin "legusár" það þarf lengri tíma til að þau komi.

En í dag ætla ég að vera sem mest á röltinu. Það eru ennþá hóstaköst, hnerrar og heyrnarleysi, en enginn hiti. Ég ætla að passa mig vel svo ég lendi ekki í leiðinda lungnaveseni eins og hefur komið fyrir nokkra sem ég þekki. Veðrið er alltof gott til að vera innilokaður, eiginlega vorveður. Ég vona bara að þeir njóti þess sem geta og eigi góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, farðu vel með þig. Það er ekki gott að fara út of snemma.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 197639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband