31.7.2012 | 21:38
Að vera í liði
Það er til fólk sem aldrei hefur "verið í liði" eins og sagt er. Þarf þess ekki, "getur alveg komist af á eigin spýtur". Aldrei átt sér stað í hóp, litlum eða stórum, þar sem hver og einn er einstakur, en þarf samt svo mikið á öllum hinum að halda. Það getur verið leikarahópurinn á sviðinu, fótboltaliðið á vellinum, eða stuðningsmannahópurinn í stúkunni. Það getur verið samhenti hópurinn sem undirbýr Unglingalandsmót á Selfossi eða strákahópurinn sem fór saman í éppaferð um helgina. Og fjölskyldurnar allar sem hittast á ættarmótum vítt og breitt um landið eru aldeilis nauðsynlegt lið fyrir flesta. Hópur vinnufélaga á krefjandi vinnustað er oft ómetanlegt úrvalslið.Mér finnst gott að vera í lið og ég þarf á því að halda.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.