Á sóttarsæng

Jú- jú - ég er heima. Það tekur sjálfsagt helgina alla að verða almennileg aftur. Eg sofnaði nú alveg í gærkvöldi þó ég væri búin að sofa allan daginn.                                       Líklega hefur panodil skotið hjálpað til.  En ég hafði ekki lengi sofið þegar ég rumskaði og var að kafna úr hita, svitinn lak af mér. Ég endurskoðaði náttklæðnaðinn og endaði með að henda því öllu fyrir borð. Kannski dáldið mikið, ég var með flísteppið líka undir sænginni. 

Nóttin öll varð svo heldur ónæðissöm og undir morgunn fann ég út hvers vegna. Ég hafði gleymt Otrivin nefúðanum með mentolbragðinu. Ég hefði átt að fá mér púst í hvora nös fyrir svefninn. En af því ég gleymdi því var nefið algerlega stíflað og þá er ekki hægt að anda með því. Ég var semsagt í alla nótt eins og silungur á lækjarbakka, að reyna að gleypa loft í gegnum munninn.  Og af því varð ég svo þurr og pirruð í hálsinum, leið bara verulega illa. Kannski var ég meira að segja farin að hugsa hvað myndi gerast ef hálsinn bólgnaði meira? Ég hef lesið um það í sögum og gott ef ekki séð í "Húsinu á sléttunni", að það hefur þurft að stinga gat á háls sem hefur lokast. En reyndar var það nú víst eins og RS vírusinn, eitthvað sem hét barnaveiki og þess vegna bara fyrir börn. 

Þegar sambýlingar mínir voru farnir í vinnu og skóla, og ég að láta vita af ástandi mínu í mínum skóla, fékk ég mér nefdropa og sofnaði. En ég gat ekki sofið endalaust og nú var mér eiginlega hvergi illt nema í hausnum. Ég fór frammúr og rölti einn hring í húsinu. Frekar var ég drusluleg. Kannski bara af hungri? Ég hafði ekkert borðað síðan í gærmorgun. Ég hellti á könnuna, ristaði tvær brauðsneiðar og fékk mér jógúrt. Þetta varð góður morgunmatur og ég fletti Mogganum með.   Svo lagði ég mig fram að hádegi. Ég held semsagt að ég sé að skána. Nefrennslið, táraflóðið og heyrnarleysið er það sem angrar mig núna, og sennilega einhver smá hiti.

En ég er allavega ekki verri en i gær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

bestu batnaðarbaráttukveðjur

Ólafur fannberg, 16.2.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ, hvað er að heyra. Vonandi batnar þér fljótt. Þetta er sko ekkert skemmtilegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.2.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband