15.2.2007 | 20:45
Óóóó - mig auma
Ég er með pest. Druslaðist heim úr skólanum fyrir hádegi og hef eiginlega sofið síðan. Samt er ég ekkert skárri. Hvað skyldi þetta heita? það var sagt í útvarpinu að tvær pestir væru í gangi. Flensan og RS vírusinn. Þetta er örugglega ekki flensa, þá lægi ég nærri rænulaus með 39 - 40 st. hita og talaði tungum. Þó ég hafi sofið í dag get ég alveg staðið upp og þykist hafa það nokkuð á hreinu hvað ég tala um. Nei þetta er ekki flensan. RS? Þeir segja að það sé eitthvað sem leggst á smábörn og svo ekkert meir. Engin lýsing á einkennum eða rök fyrir því að fullorðið fólk fái að vera í friði.
Mér er skítkalt, mér er illt í hálsinum og hósta og hnerra til skiptis. Samt er kvefið allt pikkfsat í mér. Sultardropinn á nefbroddinum má heita óslitinn frá því um iðjan dag í gær. Mér er illt í hausnum og hef enga matarlyst, nema þá helst ávexti og kók.Mér er illt í eyrunum og heyri mjög takmarkað, hvorki það sem ég vil eða vil ekki heyra. Og það er slæmt.
Auðvitað reyni ég að beita þeim meðulum sem ég þekki á óværuna. En ég bara veit ekki hvað kemur verst við hana. Þess vegna ét ég engiferrót balndaða með hvítlauk og sítrónu, (í ákaflega litlum vökva). Strepsil og Dekadin til að mýkja hálsin og íbúfen til að slá á verkina. Fyrir svefninn æla ég svo að skella í mig tvöföldum Panodil shot, eða var það hot? ég man það ekki.
Ég hugsa að ég sofi í flísbuxunum sem ég keypti til að ganga norður Kjöl og svo í samsvarandi peysu. Verst hvað ég kvíði fyrir að skipta úr fötum í "náttföt". Ég er vafin í flísteppi núna yfir fötin og skelf eins og hrísla. Það bendir allt til að ég verði heima á morgun, verst að þar er alltaf eitthvað að gerast. Og ég missi þá af því.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert allavega skemmtilegur penni, þó lasin sé:)!
Tóti (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 21:01
Þakka þér fyrir Tóti minn, mér veitir ekki af uppörvun.
Einu sinni átti ég tengdaTóta, en honum var skilað án þess að ég fengi við nokkuð ráðið.
Helga R. Einarsdóttir, 15.2.2007 kl. 21:15
Ég vr svona fyrir jól - ætli þetta c ekki lungnabólga... láttu þér batna...
GK, 15.2.2007 kl. 21:19
Æ hvað er að heyra! Farðu nú vel með þig og láttu Sigurdór hjúkra þér...
...Ég hugsa samt að þú sért ekki með RS-vírusinn. Ég er búin að lesa svo mikið um hann að ég þekki einkennin nokkuð vel. Lítil börn geta orðið alvarlega veik - jafnvel dáið ef þau fá hann og önnur geta fengið astma. En þegar fullorðið fólk fær þennan vírus þá lýsir það sér oftast sem "venjulegt kvef".
Ég er helst á þvi að þú sért með inflúensuna. Ég fékk hana einu sinni, B gerð og hélt í alvörunni að ég mundi deyja! Aldrei á ævi minni verið eins veik! Reyndar er B stofninn verri en A stofninn (búinn að stökkbreytast) og ég er nokkuð viss um að það sé A stofninn sem er að ganga núna. Þannig að vonandi verðurðu ekki mikið veikari en þú ert núna.
Kv. Dr. Jóhanna
P.S. Ég skal reyna að vera dugleg að blogga fyrir þig svo að þér leiðist ekki. Annars áttu bara að liggja upp í rúmi/sófa og hvíla þig vel og mikið. Við Dýrleif Nanna kíkjum svo á þig þegar þér er 100% batnað.
Batakveðjur!!!
P.P.S. Dimma kúkaði inni í kvöld. Kúkaði kúk á stærð við kettling! Ha-ha.
Josiha, 15.2.2007 kl. 23:43
bestu batakveðjur
Ólafur fannberg, 16.2.2007 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.