1.3.2012 | 18:53
Geta ekki bara Færeyingar tekið við okkur?
Ég er alveg óskaplega hugsi núna.
Maður er úrskurðaður opinber starfsmaður í fyrradag og þar með ljóst að ekki sé hægt að reka hann frá starfi nema hann brjóti lög.
Já einmitt það. Maðurinn drífur sig þá að brjóta lögin- samdægurs eða um það bil, svo þeim sem vilja reka hann séu nú allir vegir færir til þess?
Fyrirvaralítið lýsir ráðherra umsvifalaust stuðningi við "rekstrarfólkið", en " veit þó eiginlega ekkert um málið".
Ef ekki er skítalykt af þessu eins og svo mörgu öðru hér á skerinu núna "þá skal ég hundur heita".
Var ekki einhversstaðar verið að tala um að reyna að úthýsa hér skipulögðum glæpahópum?
Hver ræður hver er glæpamaður og hver ekki?
Ég held ekki með neinum og veit ekkert meira en suðsvartur lýðurinn, en einhversstaðar í okkar opinbera kerfi er snákur á ferð, líklega margir snákar og feitir.
Ég er ekki fjármálasérfræðingur og ég hef ekkert vit á pólitík, en mér líður eins og skynsamleast væri að við reyndum - bara einhver sem á síma og inneign, að hafa samband við lögmanninn í Færeyjum til að spyrja hvort hann geti ekki laumað okkur undir vænginn hjá drottningunni í Danmörku, bara svona sem eins konar "meðafla"?
Mér líður ekki vel sem "sjálfstæðum Íslendingi".
Maður er úrskurðaður opinber starfsmaður í fyrradag og þar með ljóst að ekki sé hægt að reka hann frá starfi nema hann brjóti lög.
Já einmitt það. Maðurinn drífur sig þá að brjóta lögin- samdægurs eða um það bil, svo þeim sem vilja reka hann séu nú allir vegir færir til þess?
Fyrirvaralítið lýsir ráðherra umsvifalaust stuðningi við "rekstrarfólkið", en " veit þó eiginlega ekkert um málið".
Ef ekki er skítalykt af þessu eins og svo mörgu öðru hér á skerinu núna "þá skal ég hundur heita".
Var ekki einhversstaðar verið að tala um að reyna að úthýsa hér skipulögðum glæpahópum?
Hver ræður hver er glæpamaður og hver ekki?
Ég held ekki með neinum og veit ekkert meira en suðsvartur lýðurinn, en einhversstaðar í okkar opinbera kerfi er snákur á ferð, líklega margir snákar og feitir.
Ég er ekki fjármálasérfræðingur og ég hef ekkert vit á pólitík, en mér líður eins og skynsamleast væri að við reyndum - bara einhver sem á síma og inneign, að hafa samband við lögmanninn í Færeyjum til að spyrja hvort hann geti ekki laumað okkur undir vænginn hjá drottningunni í Danmörku, bara svona sem eins konar "meðafla"?
Mér líður ekki vel sem "sjálfstæðum Íslendingi".
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.