29.2.2012 | 20:39
Þessi dagur kemur aldrei aftur
Ég vaknaði illa í morgun. Þannig háttar til við mína sæng að þar er útvarpsvekjari sem lætur í sér heyra á mínútunni sjö alla virka daga. Þá eru fréttir og ég heyri hvar og hversu margir hafi verið drepnir í heiminum síðustu nótt.
Hvað voru margir hirtir akandi undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu. Ja - oftast á höfuðborgasarsvæðinu, verður nú víst að segja svo allrar sanngirni sé gætt. Hvar var brotist inn og hvað margir barðir í klessu.
Það gerist ekkert jákvætt um nætur.
En svo kemur alltaf ljúf tónlist á eftir þessari upptalningu og þulurinn er svo mjúkur í röddinni að manni finnst svo sem ekkert tiltökumál þó hann sé að segja frá öllum leiðindunum.
En í morgun brá heldur harkalega útaf vananum.
Jú - vekjarinn virkaði alveg og það voru sagðar fréttir, en með þvílikum látum tveggja einstaklinga, karls og konu, að enn hefur mér ekki tekist að grafa úr undirmeðvitundinni hvar í heiminum flestir voru drepnir og enn síður hvað löggan í Reykjavík var að bardúsa í nótt. Ég fékk bara einfaldlega áfall og hrökklaðist fram úr rúminu þrjár mínútur yfir sjö, klæddi mig í hvelli og forðaði mér fram.
Og einmitt í dag! Það var starfsdagur í skólanum, sem þýðir að þar eru engin börn, heldur bara við starfsfólkið og dundum við eitt og annað sem ekki er hægt að gera með húsið fullt af börnum.
Reyndar núna bara hluti af vinnufélögunum, alla vega tveir þriðju fóru í gær ti New York í kynnisferð.
Þess vegna hafði ég, þar sem dagurinn átti að verða óvenju notalegur, ætlað mér að kúra alveg til hálf átta, vakna mjjög rólega og rölta svo bara af stað einhverntíman rétt fyrir átta.
En strax í upphafi var þessu skipulagi rústað.
Ég fór ekki með til NY í þetta sinn þó mér hafi alltaf fundist gaman í svona skólaferðum.
Þegar byrjað var að skipuleggja ferðina var ég að skipuleggja stóra ferð til Rússlands og ákvað strax að láta það nægja þetta árið. Enda frekar líklegt að ég hefði tafið fyrir hópnum í vegabréfaskoðuninni með nýlegan stimpil frá "fyrrum Sovét". Nei, ég segi nú bara svona, er það ekki liðin tíð?
Ég var komin í skólann korter fyrir átta eins og venjulega, og vissulega varð dagurinn barnlaus og rólegur.
En það voru fleiri en ég sem höfðu fengið létt áfall við fótaferð.
Svo lengi sem ég ekki vissi hverju þetta sætti, að bara í tilefni hlaupársdagsins hefði verið ákveðið að hrekkja mis morgunfúla skattgreiðendur-- já á meðan ég hélt að þetta yrði varanlegur morgunglaðningur, þá var ég búin að ákveða að henda útvarpsvekjaranum og fá mér gamaldags vekjaraklukku.
Hvað voru margir hirtir akandi undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu. Ja - oftast á höfuðborgasarsvæðinu, verður nú víst að segja svo allrar sanngirni sé gætt. Hvar var brotist inn og hvað margir barðir í klessu.
Það gerist ekkert jákvætt um nætur.
En svo kemur alltaf ljúf tónlist á eftir þessari upptalningu og þulurinn er svo mjúkur í röddinni að manni finnst svo sem ekkert tiltökumál þó hann sé að segja frá öllum leiðindunum.
En í morgun brá heldur harkalega útaf vananum.
Jú - vekjarinn virkaði alveg og það voru sagðar fréttir, en með þvílikum látum tveggja einstaklinga, karls og konu, að enn hefur mér ekki tekist að grafa úr undirmeðvitundinni hvar í heiminum flestir voru drepnir og enn síður hvað löggan í Reykjavík var að bardúsa í nótt. Ég fékk bara einfaldlega áfall og hrökklaðist fram úr rúminu þrjár mínútur yfir sjö, klæddi mig í hvelli og forðaði mér fram.
Og einmitt í dag! Það var starfsdagur í skólanum, sem þýðir að þar eru engin börn, heldur bara við starfsfólkið og dundum við eitt og annað sem ekki er hægt að gera með húsið fullt af börnum.
Reyndar núna bara hluti af vinnufélögunum, alla vega tveir þriðju fóru í gær ti New York í kynnisferð.
Þess vegna hafði ég, þar sem dagurinn átti að verða óvenju notalegur, ætlað mér að kúra alveg til hálf átta, vakna mjjög rólega og rölta svo bara af stað einhverntíman rétt fyrir átta.
En strax í upphafi var þessu skipulagi rústað.
Ég fór ekki með til NY í þetta sinn þó mér hafi alltaf fundist gaman í svona skólaferðum.
Þegar byrjað var að skipuleggja ferðina var ég að skipuleggja stóra ferð til Rússlands og ákvað strax að láta það nægja þetta árið. Enda frekar líklegt að ég hefði tafið fyrir hópnum í vegabréfaskoðuninni með nýlegan stimpil frá "fyrrum Sovét". Nei, ég segi nú bara svona, er það ekki liðin tíð?
Ég var komin í skólann korter fyrir átta eins og venjulega, og vissulega varð dagurinn barnlaus og rólegur.
En það voru fleiri en ég sem höfðu fengið létt áfall við fótaferð.
Svo lengi sem ég ekki vissi hverju þetta sætti, að bara í tilefni hlaupársdagsins hefði verið ákveðið að hrekkja mis morgunfúla skattgreiðendur-- já á meðan ég hélt að þetta yrði varanlegur morgunglaðningur, þá var ég búin að ákveða að henda útvarpsvekjaranum og fá mér gamaldags vekjaraklukku.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.