Bílar með áfengisskynjara?

Ég hitti um helgina fólk sem fullyrti að bíllinn sinn færi ekki í gang ef sá sem reyndi að starta hefði smakkað vín. Og ég held að þau hafi trúað þessu. Meira að segja sögðust þau hafa hitt mann sem ætti bíl með sömu eiginleikum. Þetta er nú varla rétt?

Það voru fleiri viðstaddir og ein kona á þriðja glasi ákvað að prófa bílinn sinn nýja. Ekki hafði verið talað um svona gildrur þegar kaupin voru gerð. Hún fór og startaði og auðvitað rauk hann í gang. Þetta á semsagt ekki við um alla nýja bíla, en bendir allt til að Volvo og Citroen hafi einhverja dulda hæfileika. En af hverju er það þá ekki auglýst. Og hverjum dettur í hug að kaupa sér Ciroen á 21. öldinni. Við áttum einu sinni bíl af þeirri gerð - sem aldrei skyldi verið hafa. Ömurlegt að opna bílskúrinn á morgnana og sjá þennan ræfil liggjandi á gólfinu eins og dauðan flóðhest.                                     Og ef hann komst svo út úr skúrnum mátti helst ekki fara útaf malbiki svo maður fengi ekki þá tilfinningu að allt væri að hrynja í sundur.

En ef þeir eru farnir að setja í hann svona leynivopn gegn fyllibyttum er það kannski einhvers virði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gat ekki annað en hlegið af lýsingunni af Citrónum. Móðursystir mín keyrði svona Citroen bragga í gamla daga og ekki er laust við að við höfum vakið athygli á götunum á honum. Í þessum bíl skellihló ég oft. Líklega vegna þess að maður var kominn upp í þak á honum ef hola var á götunni. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.2.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hae barnapia,buin ad lesa allt thitt a sidunni og hafdi gaman af,lalli og born eru her nidri a hotelinu ad bida eftir krakkadiskoi,spanverjarnir slefa yfir jkl og gefa henni sleikjo , held ad eg se komin med 20 i safnid.gangi ther vel med stora skottid mitt,1000 kossar a ykkurur solinni.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.2.2007 kl. 21:54

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sama til baka héðan. Við getum alveg hjálpað til með sleikjóátið.

Hafið það sem best, okkur líður ljómandi vel .

Passiði samt að þeir ræni ekki Júlíu. 

Helga R. Einarsdóttir, 13.2.2007 kl. 22:01

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Citroen er klassi

Ólafur fannberg, 13.2.2007 kl. 22:19

5 Smámynd: GK

Ég keyri um á Citröen C4 í dag þar sem Citröen sendibíllinn er bilaður á verkstæði. En mér finnst þessi C4 algjör snilld. Langar samt ekkert mest í hann...

GK, 13.2.2007 kl. 23:44

6 identicon

Næst þegar ég renni austur á Citroen C4 (reyndar alltaf kallaður Sídó hér á bæ) þá prófar þú að taka í hann, mátt bara ekki vera búin að fá þér í glas, því þá fer hann ekki í gang og hana nú!!!  Love you.

Katrín Inga (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 09:59

7 identicon

Ég veit um mann sem lét aftengja hjá sér áfengisskynjara í glænýjum amerískum bíl, vegna þess hann vildi aldrei í gang...!

Tóti (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 21:06

8 identicon

Og það eru rúm 20 ár síðan...

Tóti (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 21:13

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Og er þessi maður enn með ökuskírteinið? Eða erta plata?

Helga R. Einarsdóttir, 17.2.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband