Það gerist allt í einu

Um leið og ég kom heim úr vinnu á föstudaginn  lögðum við Grínverjur af stað til fjalla. Við fórum til þess að halda hátíðlega "Hinsegin daga" í sveitinni. Við bjuggum í góðu húsi í boði Landsvirkjunar og borðuðum um kvöldið dýrindis sjávarréttasúpu sem Landsvirkjun eldaði fyrir okkur.  Við vorum 10 í þetta sinn en erum 16 í allt. það geta ekki alltaf allar komið með. Við áttum þarna skemmtilegt kvöld með ýmsum uppákomum og síðan góða nótt í góðum rúmum, misjafnlega breiðum. 

Við vorum þrjár sem þurftum að fara heim fyrir hádegi í gær, en hinar eru þar kannski enn. Svo í gærkvöldi var þorrablótið fjölskyldunnar, vel heppnað að vanda með spurningakeppni og fleiru góðu. Ég varð svo lánssöm að lenda í vinningsliðinu í þetta sinn, samt vorum við færri, en líklega miklu vitrari. 

Svo kom nóttin og nú er ég svo heppin að vera komin með barn í húsið. Reyndar barn í stærra lagi svo það varð eftir úti á lífinu þegar við fórum í koju. En það lifir lengi sem einu sinni var. Ég sofnaði sætt og rótt, en vaknaði svo um miðja nótt af því að "barnið" var ekki komið heim, alveg eins og þegar ég átti þau sjálf á sínum tíma. Ég lá þarna og sperrti eyrun þangað til hún kom, en það var sem betur fer ekki löng bið. Þá sofnaði ég aftur, alveg eins og forðum.  Í hádeginu í dag kom svo Einar með dætur sínar úr Rvk. og líka Sandvíkurfjölskyldan. Þá voru hér fjögur af sex barnabörnum og það var gaman að sjá þær minnstu saman.

Nú er ég að velta mér uppúr almennum brotum með stóra barninu, því á að skila á morgun. Það er ekki  tekið út með eintómri sældinni að fóstra börn - eða unglinga.

Hún heldur kannski að bíllinn sinn sé bilaður, ég vona nú frekar að hann sé bensínlaus. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, veit hvernig það er að bíða og sperra eyrun. Allt er gott sem endar vel, segir máltækið. Þetta hefur verið góð helgi hjá þér sýnist mér. Brotabrotinn, drottinn minn, ef ég man þau.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.2.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Josiha

Ég verð svo að kenna þér að setja inn myndir á bloggið þitt, svo að þú getir t.d. sett inn myndirnar sem þú tókst í dag

Josiha, 11.2.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 12.2.2007 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband