10.2.2007 | 13:41
Ég vaknað í vitlausu rúmi
þegar ég vaknað í morgun tók það mig dálítinn tíma að ná áttum. Ég heyrði í vindinum úti og það hrikti í húsinu. Skyldi vera kominn bylur? hugsaði ég og leit út að glugganum. En þar var enga dagskímu að sjá, enda klukkan bara sjö. Ég vakna alltaf á sama tíma hvar sem ég er og hver dagur sem er. Ég fann bólfélaga minn kúra sig upp að hægri öxlinni, en ekki bærði hann á sér. Þetta hús var hlýtt og notalegt, dýnan góð og sængin fín. Ég lagðist á hvolf og félaginn sneri sér þá á hina hliðina.
Svo reyndi ég að blunda aftur, en veðrið hélt mér vakandi. Kannski myndum við ekki komast í burtu frá þessum einangraða stað? Kannski kæmist ég ekki í þorrablótið sem á að vera í kvöld? Það var spáð einhverri snjókomu um helgina, og með þessu roki yrði þá fljótt ófært. Ég veltist þarna í klukkutíma, en þá vorum við báðar vaknaðar og fórum á fætur. Það birtir orðið fyrir kl.9 og það snjóaði ekki neitt. Við komumst heim eins og til stóð.
Mér varð í nótt og morgun margoft hugsað til þeirra ferðafélaganna sem vor "Úti að aka".Hvers vegna er það svona rosalega viðkvæmt fyrir karla að bæla hjónarúm með öðrum af sama kyni? Treysta þeir ekki sjálfum sér?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.2.2007 kl. 13:44
vakna i röngu rúmi hehehe
Ólafur fannberg, 10.2.2007 kl. 14:28
Hahahaha...
...snilldarblogg!
Góða skemmtun á blóti í kvöld.
Josiha, 10.2.2007 kl. 18:10
Já
GK, 10.2.2007 kl. 21:20
Já ég hélt að svona kæmi bara fyrir fólk í æsku!
hvernig var þorrablótið?
Zóphonías, 11.2.2007 kl. 12:21
Nú er ég á réttum stað.
Zóphonías, þakka þér fyrir að gera mér ljóst að mér hefur tekist það sem ég ætlaði. Með góðum vilja er æskan eilíf. Þorrablótið var gott, en súr matur er samt ekki mitt uppáhald.
Helga R. Einarsdóttir, 11.2.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.