Von á hustvindum

DSCF2178DSCF2191DSCF2216DSCF2208DSCF2214DSCF2180DSCF2186DSCF2187Hann spáir vitlausu veðri, svona alvöru haustáhlaupi með roki og rigningu.

Þess vegna fórum við snemma á fætur og brunuðum í sveitina til að bjarga verðmætum. Maður á alltaf að taka mark á slæmri spá.

Í Mýrinni var allt með kyrrum kjörum, aðeins hreyfing á hæstu trjátoppum en blíða við jörð og rófurnar og gulræturnar gáfu frá sér ánægjustrauma sem lýstu áköfum vexti.

Við tókum nú samt niður fortjaldið og komum öllum lausum hlutum í húsaskjól, sjálfsagt að nota ferðina. Seinna þarf svo að breiða akryl yfir aspasinn, planta einu tré eða tveim og sitthvað annað sem tilheyrir vetrarkomunni.

En eins og var í dag sýndist veturinn langt undan- en haustið kannski á næstu grösum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Veit ég hvar Mýrin er. Tók mas. einhvern tíma þátt í því að taka þar upp helling af rófum með fjölmörgu fleira fólki. Það var áður en Mýrin varð viði vaxin. Hef ekki komið þar núna í ein sex, átta ár. -- En ég á á geisladiski íslenska kvikmynd sem heitir Mýrin. Um margt ágætis mynd eftir ágætis sögu, en það angrar mig að nafnið skuli vera hið sama.

En þetta bara sannar að það er ekki sama Mýri og Mýri. Mýrar minnar æsku eru allar óþekkjanlega nú til dags. Ég á heima í jaðri einnar þeirrar, á stað sem ég þorði ekki að fara um á því tímabili sem árafjöldi ævi minnar var að breytast úr einum tölustaf í tvo.

Svo styttist víst í að þeir verði þrír…

Kv. í bæinn.

Sigurður Hreiðar, 20.9.2011 kl. 12:20

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Okkar Mýri var til á undan hinni- og hún mun alltaf heita Mýri þó þar sé nú skógur til nytja.

Er ekki uppi áróður í þá veru að "endurheimta votlendi"? Hver veit nema við fyllum einhverntíman uppí skurðina og "ræktum" nýja mýri og tjarnir með öndum og gæsum til manneldis? Alla vega verður að vera af því arður, annað gengur ekki. Þurfum að bjóða þér og þinni heim við fyrsta tækifæri. Kv.

Helga R. Einarsdóttir, 20.9.2011 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband