Góðu árin

Ég væri alveg til í að spóla til baka.
Árið er 1958 og ég var fermd í vor, í laxableikum kjól sem mamma saumaði og hárið sítt og þykkt bylgjaðist niður á bakið.
Í þessum kjól ætla ég svo að syngja með kirkjukórnum þegar Félagsheimili Hrunamanna verður vígt í haust.
Ég fékk hann Blesa minn í fermingargjöf, hann er rauðblesóttur og glófextur stólpagripur.
Heklugosið kom árið 1947, þegar ég var þriggja ára og ég man ekkert eftir því.
Það er ekkert verið að búast við gosi þar aftur, eða þá frá öðrum eldfjöllum.
Ég hef aldrei fundið jarðskjálfta.
Stríð í útlöndum koma okkur ekkert við.
Það var heimstyrjöld að enda í útlöndum þegar ég fæddist, en síðan hefur ekkert verið að gerast þar- nema þá kannski í Kóreu, en það er svo óskaplega langt í burtu.
Einhversstaðar í heiminum er kall sem heitir Tító og svo Stalín á öðrum stað, en ég veit það bara af því pabbi notar nöfnin þeirra stundum til áhersluauka við verkstjórn.
Lumumba er undir sama hatti,en við höldum frekar uppá hann.
Ég hef aldrei prófað að reykja, hvað þá smakkað áfengi. Kannski rak ég þó tunguna aðeins í stútinn þegar strákarnir fundu ginflöskuna á hænsnaloftinu, en alla vega var það svo vont að ég vildi ekki meira.
Mig grunar ekki núna að ég eigi eftir að búa heilt ár í Noregi og fara bæði til Ameríku og Rússlands.
Ég veit ekki einu sinni að í Ameríku sé strákur sem á eftir að verða forseti sem seinna verður skotinn.
Ég gæti ekki skýrt orðið "hryðjuverk" þó ég ætti líf að leysa.
Ég hef aldrei átt kærasta og hef engan áhuga á að eignast neinn.
Mig grunar ekki að einhversstaðar í heiminum séu fleiri tugir ungra drengja sem ég á eftir að verða skotin í seinna.
Bílslys eru nærri óþekkt.
Skilnaðir hjóna eru fáheyrður skandall og gerast bara af "lauslæti"-- yfirleitt konunnar.
Stelpur eiga ekki að eignast börn utan hjónabands-- ég veit ekki með stráka?
Suðurlandsskjalfti kom víst einhverníman fyrir löngu, en það gerist aldrei aftur.
Ef einhverntíman gýs aftur á Íslandi verður það örugglega bara í Heklu, hún er eina fjallið sem gýs.
Ég hef ekki hugmynd um Vestmannaeyjar, Eyjafjallajökul eða þá að Vatnajökull gæti gosið- hann er bara stærsti jökullinn á landinu- 2119 metrar.
Á fyrri hluta ævinnar var allt svo einfalt og hættulaust, nú veit maður hreint ekki hvort óhætt sé að fara út úr húsi.
Það sem gerðist í Noregi í dag finnst mér núna að gæti alveg eins komið fyrir á Íslandi á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum vona að slíkt gerist aldrei á Íslandi, en það er rétt sem þú segir að það hefði væntanlega geta gerst þar líka. Norðmenn eru ekki ólíkir okkur Íslendingum enda er margt líkt með skyldum. Þegar ég skrifa þetta þá er allt sem bendir til þess að þetta hafi verið framkvæmt af norskum einstaklingi, gegn eigin þjóð, (ekki ljóst ennþá hvort hann hafi unnið þetta einn eða með öðrum). Slíkt gæti líka gerst á Íslandi og eitt af því sem við getum gert til þess að reyna að fyrirbyggja slíkt er að byrja aftur að virða skoðanir allra og hætta að rífast um hlutina en reyna frekar að leysa málin okkar með samvinnu. Þetta verður þarft verkefni fyrir íslensku þjóðina á næstu árum.

Kær kveðja frá Noregi

Þorsteinn Tómas Broddason (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband