18.7.2011 | 22:30
Má ekki mikið útaf bregða? bera?
Í sjónvarpsfréttum í kvöld var talað við mann hjá umferðarráði um hraðakstur á mótorhjólum.
Ekki í fyrsta sinn sem þessi maður S.H. svarar fyrir þá stofnun, og eiginlega finnst mér hann orðinn svo gamall í hettunni að flestir séu löngu hættir að hlusta á það sem hann hefur gáfulegt að segja. Í þetta sinn heyrðist mér þó að hann væri titlaður "sérfræðingur", sem kannski skal engan undra, eftir allan þennan tíma væri skömm að því ef hann væri ekki orðinn flestum sérfróðari um allt sem snýr að akstri, umhirðu og hverslags meðferð allra mannbærra ökutækja.Samt, eftir öll þessi ár, var það fyrst núna í kvöld sem S.H. sagði eitthvað sem ég tók eftir og man enn. Hann sagði "að á svona miklum hraða mætti ekkert útaf bregða svo ekki yrði slys". Ég hef alltaf haldið að þarna ætti að segja "útaf bera", en kannski er það bara vitleysa í mér? Hvort sem er, þarna er sniðug aðferð rótgróinna kerfiskalla til að láta taka eftir því sem þeir segja. Bara rugla svolítið orðum og beygingum svo áheyrendur hrökkvi upp af "standi" vanans og sinnuleysisins.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ber nokkuð til -- ég hef ekki skrifað athugasemd hjá þér lengi enda hefur þú verið spör á bloggið -- svo ég kasti nú smá völu úr glerhúsi. En ég ætla að þið Siggi hafið bæði nokkuð til ykkar máls. Það er kannski ekki gott að bregða út af vananum en ég geri það fremur en bera út af honum.
Kv. í bæinn
Sigurður Hreiðar, 19.7.2011 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.