7.2.2007 | 20:58
Kvöld fyrir "Sunnlenska"
Miðvikudagskvöld og Sunnlenska komið. Þá er vikan meira en hálfnuð. Allt er bundið í einhverskonar fastar skorður. Ég veit að ef þetta ræflislega blað kæmi einverntíman ekki, gæti ég átt erfitt með svefn næstu nótt. Reyndar er það núna bústnara en stundum áður.
Mér fannst aðalfréttin í Sunnlenska núna vera sú um lokun Krónunnar næsta mánudag. Hvort sem verslun í þessu húsi hefur heitað Höfn, Kjarval eða Krónan þá hef ég verslað þar meira og minna frá upphafi búskapar. Byrjaði reyndar í gömlu Höfn og ég man ekkert hvað þá var í húsinu sem nú er verslunarhúsið. Það var þó alltaf þar. Kannski kjötvinnsla Hafnar? Ég er hrædd um að Bónus hér verði að bæta sig ef við eigum nú ekki að fara aftur að leita "út fyrir hérað" til aðdrátta. Bónus í Hveragerði er þó ágæt búð, kannski það verði að duga.
það vill enginn kaupa Eden, sem hefur nú verið nokkuð lengi á sölu. Það er kannski varla von, allt þar þyrfti verulegra endurbóta við og ekki víst að reksturinn í þessu sama gamla formi stæði undir því. það þarf sennilega að gera eitthvað róttækt. Kannski rífa allt saman og byggja nýtt?
Í gær var spilakvöld kvennaklúbbsins, árlegur viðburður og bara vel mætt.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Bónus í Hveragerði er svo miklu miklu betri búð en Bónus á Selfossi. Í Bónus í Hveragerði er verslunarstjórinn sko að standa sig! Og hananú!
Josiha, 7.2.2007 kl. 22:03
klöppum fyrir Bónusi .....í Hveró
Ólafur fannberg, 7.2.2007 kl. 22:20
Hann á sko skilið Thule!
GK, 7.2.2007 kl. 22:45
Skömm af því að Bónus á Selfossi svona stórum bæ skuli ekki vera nógu góður.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.2.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.