Einu sinni átti ég gemsa

Það er aftur orðið kalt. Ég byrjaði daginn á að klæða mig í kuldabuxurnar og setja járnin undir skóna. Það skal líða einn vetur en án þess að ég brjóti mig af eintómu gáleysi.Við vorum í ensku í fyrsta tíma, það er gott að byrja mánudagana á ensku. Í þetta sinn vorum við látin lesa og svara verkefnum um ýmislegt sem tengdist tölvum, farsímum og þess háttar tækni. Í þessum tímum fer allt fram á ensku, það verður bara að hafa það ef við berum ekki rétt fram. Í einum kaflanum voru spurningar um hvað hægt væri að gera við hin ýmsu tæki, og þá kom á daginn að bókin, kannski tveggja ára, er orðin úrelt. Það er miklu meira hægt að gera við allar þessar græjur núna en var fyrir örstuttu síðan. Svo fór kennarinn að rifja upp hvernig tæknin var þegar hann var á aldri "okkar" bekkjarfélaganna. Þá var ekki til geislaspilari og enginn ipod, og órar um farsíma voru brandarar í hugum flestra.  "En nú er varla sá sex ára krakki sem ekki á gemsa". Hann sagði þetta, alveg blákalt, á ensku. Ekki vil ég þó meina að hann hafi horft á mig stingandi augum, þetta er góður kennari. Og kannski veit hann ekki einu sinni að ég á engan gemsa, ég var ekkert að segja frá því. Ég hefði þurft að gera það á ensku. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Þú þarft ekkert að eiga gemsa. Það er bara gerviþörf

Josiha, 5.2.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála Josi..

Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábært hjá þér en fáðu þér samt gemsa. Það getur komið sér vel. Minnsta kosti fyrir krakkanan þína

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.2.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 197646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband