3.2.2007 | 20:52
Fjárans flensan
Ég segi ekki ljótari orð, en hún ætti þau þó virkilega skilið. Þorrablótinu sem átti að vera í kvöld varð að fresta af því að blikksmiðurinn bratti, sem ætlaði að hafa okkur í sínu húsi, gat ekki reist höfuðið frá kodda í morgun. Hann er því langt frá því að vera "brattur" núna. En það þýðir ekki að væla yfir því. Í staðinn buðum við einni fjölskyldu í kjötsúpu hér heima. Og blótið verður bara eftir viku.
Ég nenni ekki að glápa á þetta "Júróvisjón". Alveg nóg að heyra álengdar. Stundum hef ég haldið fram þeirri kenningu að maður njóti tólistar betur með lokuð augu, maður truflast þá ekki af því sem er að sjá. En nú er sama þó ég sjái ekki neitt, ekkert sem ég heyri finnst mér varið í. Og af hverju er stelpan alltaf að láta fólkið í salnum góla eins og Bítlarnir væru á ferð? Fólk, og þó frekar krakkar, gólar oft í múgæsingi eða hrifningu, en þarna bara passar það alls ekki. Tilefnið er ekkert.
Talandi um "Júró", það er ekkert slæmt að lenda í 8. sæti á heimsvísu. Við höfum margoft verið í 16. sæti á "júróvísu" og bara komist þokkalega í gegnum það.
Krrrææst! ætlar þetta engan enda að taka? Hvernig stendur á að það er hægt að búa til ágæt lög á Íslandi allt árið um kring, en svo fer allt í svona ömurlegan baklás þegar síst skyldi?
Vá! - nú sagði hún að "best væri að halda fjörinu áfram". Ef ég get bent á eitthvað, þá vantar einmitt fjörið í þetta. Ég vil fá almennilegt rokk.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 197646
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var nú ágætis fjör í laginu hennar Heiðu.
Josiha, 3.2.2007 kl. 21:13
Ertu ekki alveg róleg, mamma mín?
GK, 3.2.2007 kl. 21:31
Var að senda þér rosalega langt meil.
Josiha, 3.2.2007 kl. 21:53
Jú ég er alveg róleg núna, mér fannst samt ekkert neitt spes, Heiða ok. en önnur skárri en hin sem komust áfram.
Helga R. Einarsdóttir, 3.2.2007 kl. 23:50
Horfi heldur ekki á Eurovision lögin né hlusta. Hef bara ekki gaman af þessu. Leiðinlegt með þorrablótin en mér dauðlangar í kjötsúpu þegar þú nefnir hana.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.2.2007 kl. 14:13
kjötsúpa og rokk blönduð saman með smá flensu.....
Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.