Sumardaginn fyrsta á föstudaginn fyrir kosningadaginn og frídagur verkalýðsins mánudaginn eftir

Ég ætla að leggja til að við höfum einn þjóðaratkvæðakosningadag á ári.
Þá má bara safna öllum málum saman og kjósa á einu bretti án þess að þurfi að funda og funda og rífast og þræta um dagsetningu fyrir hvert og eitt.
Bara ákveða fyrsta laugardag í maí ár hvert, til að kjósa um allt klúður sem upp kemur á árinu.
Þá væri líka hægt að færa sumardaginn fyrsta frá fimmtudegi, sem aldrei er á sama mánaðardegi hvort sem er, og setja hann á föstudaginn fyrir þessa sömu helgi. Gæti kannski verið aðeins hlýrra þá en alltaf er í apríl þegar skátagreyin verða að troða sér í lopapeysur og föðurlandsbrækur undir einkennisklæðnaðinn svo þeir ekki eigi á hættu að veikjast alverlega. Þetta stórspillir iðulega sýnilegu vaxtarlagi krakkanna, sem annars gætu verið glæsileg að sjá meða fána á lofti. Jafnvel gæti hent að í maí væri hægt að klæðast stuttbuxum við þetta tækifæri?
Fyrsta maí, sem hefur oft þann hvimleiða galla að lenda á laugardegi eða sunnudegi verkalýðnum til eintómra leiðinda, mætti svo setja á mánudaginn eftir kosningahelgina. Hann héti þá bara "frídagur verkalýðasins án dagsetningar". Þarna værum við þá búin að fá langa og ljúfa helgi, á dögum sem janfvel gætu verið hlýir og fallegir vordagar.
Væri þetta ekki bara fínt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband