2.2.2007 | 23:12
Hann Max er týndur
Ein helgin enn og líka kominn febrúar. það á að fara að lesa passíusálmana í útvarpinu og þá eru Páskarnir á næsta leiti. Rosalega líður þetta hratt.
þemadagarnir eru búnir í skólanum. Við enduðum þá í dag með skrúðgöngu. Allir krakkar og flest annað starfsfólk skólans þrammaði í suddarigningu hringinn í kringum íþróttavöllinn.þegar við fórum framhjá Fjölbraut varð þar uppi fótur og fit og allir gæjarnir þustu í bíla sína til þess að elta okkur og keyra í kringum krakkaskarann með stælum. Og við sem héldum að þau væru orðin þroskuð í þeim skóla?
Þessir þrír dagar liðu eins og í ljúfum draumi. Enginn þurfti að læra nokkurn hlut, en kannski lærðum við samt heilmikið. Við vorum að kynna okkur líf og siði í öðrum löndum. það heitir "Fjölmenningarþema". Stundum áður á svona þemadögum, hefur verið mikill erill í skólanum, mikið haft fyrir að útbúa eitthvað sem síðan verður til eintómra vandræða. Drasl út um allt. En í þetta sinn var lítið þess háttar vesen og það sem eftir liggur er bara vel viðráðanlegt. Þetta voru góðir dagar.
Hann Max er týndur. Hann var við byggingarvinnu í Háaleitishverfinu í Reykjavík í dag og bara gufaði allt í einu upp. Hann hefur aldrei áður verið einn um nótt, enda bara tveggja ára og sjálfur eins svartur og nóttin. Labrador, aleinn í rigningu og roki og ratar ekki heim til sín. Alla leið austur fyrir fjall. Ég er einskonar amma hans og veit ekki hvort ég sef mikið í nótt.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 197646
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku amma, ég er fundinn og kominn í Sæluhlíð,ég sá svo flotta labrador gellu í Hvassaleitinu að ég varð að hitta hana.Mamma hennar hleypti mér inn um 4 leitið í dag þannig að ég var bara í góðum málum.Hún (mamman)hringdi í hundafangarann sem vissi að ég var tíndur og kjaftaði í hann.Sofðu rótt amma mín
MAX (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 23:25
Hjúkk -!
Takk fyrir að láta vita af þér.
Helga R. Einarsdóttir, 2.2.2007 kl. 23:39
Ég vissi ekki hvort ég átti að vorkenna Max eða Lalla meira. En gott að 'ann er fundinn.
GK, 3.2.2007 kl. 00:23
Gott að hann fannst.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.2.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.