Ef ég færi "Út að aka"

Þá myndi ég velja mér bíl sem ég gæti treyst. En það gerðu þeir ekki, félagarnir sem ég var að enda við að lesa um.  Það var nafnið og útlitið á doríunni sem réði valinu. Og það var gott. Sagan hefði aldrei orðið eins skemmtileg ef þeir hefðu ferðast á venjulegum bíl.

Öll vandræðin og klúðrið sem þeir félagar segja svo skemmtilega frá hefðu þá aldrei orðið. Þeir segja svo hreinskilningslega og persónulega frá  samskiptum ferðafélaganna hvort sem er í illu eða góðu. Miðaldra kallar í fýlu. Þeim kemur ekki alltaf vel saman, hver á að sofa hjá hverjum og svo margt fleira. Mér finnst reyndar merkilegt að engir þeirra virðast hafa treyst sér til að sofa saman í hjónarúmi.

Ég hefði alveg viljað vera með Einari Kárasyni í San Francisco, en þó hefði ég ekki viljað sofa hjá honum. Þó hefði veri gaman að vera fluga á veggnum. það er langt síðan ég hef lesið bók og hlegið upphátt hvað eftir annað. Takk fyrir skemmtunina Ólafur og Einar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

semsagt þú mælir með henni

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Já - semsagt geri ég það.

Helga R. Einarsdóttir, 2.2.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: GK

Ég fékk þessa bók ekki í jólagjöf...

GK, 2.2.2007 kl. 22:10

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þú getur ekki fengið allt í jólagjöf. En þú getur örugglega fengið hana lánaða.

Helga R. Einarsdóttir, 2.2.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 197646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband