Fyrsta kvöldsala á Selfossi

Ég vann hjá Dodda í Ölfusá tvö sumur. Þá var útivinna ungra mæðra bundin við sumartímann af því að þá var hægt að fá barnapíur. Mín barnapía hét Ella Ástráðs og var frábær. Kaupfélagsbakaríið var við hliðina á Ölfusá og þar voru þá bakaradrengirnir  Guðni, Ingólfur og Gummi Ben. Þeir komu í kaffinu að fá sér Sínalco og súkkulaði.  Guðni og Ingólfur urðu bakarar, en Gummi er tónlistarmaður og les fréttir í útvarpinu.

Þriðja sumarið var ég óákveðin hvort ég ætti að vinna af því að þá var orðið einu barni fleira.

Þá gerðist það í apríllok að húsbóndinn flutti til Svíþjóðar að vinna í skipasmíðastöðinni Kockums. það var tími atvinnuleysis á Íslandi og karlar fluttu í hópum til annarra landa að leita að peningum. Þeir voru eins konar Pólverjar þess tíma. Hann var ekki fyrr farinn úr landi en ég lallaði til Dodda, ekkert hafði ég bílprófið þá, enda bíllinn, Opel´55, varla við kvenna hæfi. Ég nennti ómögulega að vera bara ein heima með tvö börn.

Doddi tók mér vel, en sagðist því miður vera búinn að ráða það sem hann þyrfti til sumarsins. Hann sagðist þó hafa verið að hugsa til min, hafði dottið í hug að taka uppá þeirri nýbreytni að hafa búðina opna lengur en til 6. Væri ég kannski til í að koma kl.6 þegar hinar færu og vera ein áfram til 10? Ég var alveg til í það, þurfti bara fyrst að tala við Ellu. Hún var ekki sein til svars og ég byrjaði næsta dag.                                    Þar var opnuð fyrsta kvöldsala í verslun á Selfossi. Við slógum Kaupfélaginu við!

þarna var ég svo ein á kvöldin í langan tíma. Sd. kom aftur frá Svíþjóð og þá gat hann hugsað um börnin á kvöldin. þetta var með því betra sem ég hef unnið við á ævinni. Alein réði ég yfir fjögurhundruð fermetra magasíni, þar sem allt fékkst. Fatnaður, matvörur, leikföng, snyrtivörur, rafmagnstæki, sælgæti, og skór. 

Ég labbað alltaf í vinnuna og tókst þessi ár að ná milliferðatímanum niður,úr 15 mín í 5.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta gerðist allt löngu fyrir mína tíð.  En ég held að danir séu að tapa leiknum og mér er alveg sama þó ég sé að reyna að halda með þeim.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Mér er líka alveg sama. Gott að sjá þig.

Helga R. Einarsdóttir, 1.2.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: GK

Já, þú segir það...

GK, 1.2.2007 kl. 22:34

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Vorum við svona leiðinleg börn?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 1.2.2007 kl. 22:39

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Nei  - líklega hafið þið verið of góð börn. Ég fékk ekki nóga útrás í uppeldisstörfunum. það var líka lítið borgað.

Helga R. Einarsdóttir, 1.2.2007 kl. 22:58

6 identicon

Guðbjörg mín! þú ert náttúrlega alveg hissa á að móðir þín hafi þurft að sinna sjálfri sér smá tíma dagsins, gefandi sig alla í uppeldi ykkar.

Þig hvorki voruð né eruð leiðinleg "börn" en allir þurfa sinn tíma sjáðu til.

mýrarljósið (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 23:00

7 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 197646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband