31.1.2007 | 21:58
Kaupfélag Árnesinga
Það var einu sinni allt hérna. Kaupfélagið átti bílaverkstæðið, það átti trésmiðjuna, það átti þvottahúsið, smurstöðina, sjoppuna, apótekið og fiskbúðina, byggingavöruna timbursöluna,bensínstöðina og ferðaskrifstofuna. Örugglega átti það miklu meira sem ég man ekki að telja. það var ekki heldur bara Vallakjör. Flóakjör var í mjólkurbúshverfinu, þar sem nú er mjólkurbúðin. Kaupfélagið var út um allan bæ, sem þó var töluvert minni en nú er. Fiskbúðin og apótekið voru í lengju lágreistri þar sem nú er bílastæði við hliðina á Höfn (Krónunni) þvottahúsið var í vesturenda jarðskjálftamiðstöðvar sem nú er, og byggingavaran í austurendanum. Mjólkurbúðin var í stöku skúrlaga húsi mjög nærri því sem nú er gleraugnabúðin. Þangað fór maður með brúsa og fékk ausið í. Þegar ég fór hér fyrst að leita eftir vinnu datt mér þó ekki í hug að leita til kaupfélagsins. það var í mér einhver þvermóðska gagnvart því. Ég fór í Höfn, sem þá var í tveggja hæða húsi+ ris út við götu nærri því sem nú er innkeyrslan að krónunni nær bókasafni. Ég fékk enga úrlausn þar, var þó skrifuð niður og sagt að launin þarna gætu verið svona 2.500 á mánuði. En ég kom við í heimleiðinni hjá Dodda í Ölfusá, sem af eintómri bjartsýni rak verslun með allt milli himins og jarðar án þess að fá leyfi til þess hjá K.Á. hann réði mig á staðnum og bauð 4.500 á mánuði.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 197646
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman af þessri færslu Man vel þegar ég frá 8 ára aldri var send útí mjólkurbúð að kaupa 2 potta af mjólk , pund af skyri og eitt heilhvietibrauð. Þá var nátturlega ausið í brúsann minn úr ausu. Það eru aðrir dagar í dag. Gaman þetta með Kaupfélagið.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.1.2007 kl. 22:03
...og svo seldi Doddi þér reiðhjól fyrir 9.000 krónur handa frumburðinum; Velamos - made in Czechoslovakia.
Einar Ö.S.H (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 23:05
Ef þetta er Doddi í Sigg'og Dodda þá fékk ég gult, mjög flott hjól sem ég sé mjög mikið eftir í dag.
Annars man ég ekki eftir jarðskjálftamiðstöðinni öðruvísi en að í henni væru bakarí og kjötvinnsla. Ég fór inn á báðum stöðunum. Í bakaríið til að sníkja snúð hjá Sævari Ástráðs og í kjötvinnsluna til að kaupa slátur með þér og ömmu.
Annars hitti ég Guðbjörgu Gauja-Puttadóttur um daginn. Hún vann með þér í Ölfusá.
GK, 31.1.2007 kl. 23:11
segi bara kvitt...
Ólafur fannberg, 1.2.2007 kl. 08:12
Já Kaupfélagið átti allt. Nema einstaka kaupmenn eins og Dodda í Ölfusá, Hildiþór í Brú, Dadda í Daddabúð og Sigga í Siggabúð!! 'EG man vel eftir svartaskúr, enda beint út um herbergisgluggann minn. Pabbi geymdi líka einhverntíman SAABinn sinn þar. Ég fór nú einvherntímann í YFIR hjá svartaskúr með Sollu og Sævarsbörnum.
Berglind , 1.2.2007 kl. 11:55
Það var einn enn - Addi í Addabúð. Hún var þar sem pylsuvagninn er núna, í litlum skúr. En inni var ekkert lítið, heldur mjög mikið. Allt troðið af fatnaði, stígvélum, gúmmískóm, leikföngum og sælgæti.
Ég fór þarna inn og gæti verið að Einar muni aðeins eftir þessari búð.
Helga R. Einarsdóttir, 1.2.2007 kl. 18:30
Einar litli fékk gúmmískó í Addabúð.
Einar litli (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.