Þar var einu sinni "Svarti skúr"

Mér sýnist ekki vanþörf á að fræða svolítið betur börnin sem einu sinni voru ekki fædd. En stærri börnin voru þá komin út að leika sér hér allt í kring. Þau voru á Víðivöllum malarbornum í brennó á kvöldin og þau fóru í yfir niðri við Svarta skúr. Svarti skúr stóð á horni Vallholts og Rauðholts og var vinsæll staður. Þau voru líka oft að sulla við Álftavatn en það var þar nærri sem Jón Birgir byggði sér seinna hús. Það var austan við húsið hjá ömmu hans og afa, Jónu og Eiríki. Goði hefur örugglega stundum sullað þarna með krökkunum. Goði var hundurinn hans Eiríks. Eiríkur var nefnilega bóndi. Hann bjó alvöru fjárbúi úti á Árbæ.

það voru líka byggð mörg hús í timburhrúgunum hjá Fúsa, en það munið þið nú kannski.  Ég held að Fúsi hafi aldrei amast þar við nokkrum krakka. Þá voru allar götur ómalbikaðar og allir garðar girtir sérstaklega. Rollurnar hans Gunnars á Fossi gengu hér um bæinn um nætur og ruddust yfir girðingar og inn í garða til að éta það sem þær ekki máttu. Ég man hvað ég var hamingjusöm þegar þær fóru hér inn einu sinni sem oftar og átu ofan af gullregninu. Ég vissi nefnilega það sem þær ekki gruaði , að gullregnið er eitrað, svo þær hafa fengið í magann.

Einu sinni um hánótt tókst mér að ná rollu með tvö lömb. Ég var ein heima með krakkana og fór út á náttfötunum þegar ég heyrði jarmað. Bílskúrinn var óbyggður þá, en ég dró hana inn í þvottahús og batt hana þar við miðstöðvarrör. Gáði að marki og fann það svo í markaskránni minni. Ég var nefnilega einu sinni bóndi sjálf og átti alltaf mark og markaskrá. Mitt mark er "Sýlt á báðum og biti aftan hægra". Jæja, ég fann út að Gunnar á Fossi átti þessa skaðræðisskepnu og hringdi svo í lögguna. En það var eins og að tala við steininn. Þeir gátu ekki tekið að sér að fangelsa rollu með tvö lömb, ekki einu sinni til að hafa hana bara í haldi fram til morguns. Það var ekki gustuk að vekja Gunnar. þeir gáfu mér það eina ráð að geyma hjörðina þangað til bændur færu á fætur. Þar sem augljóst var að skjátan hafði gert sér gott af gróðrinum í garðinum og það myndi væntanlega skila sér frá henni með morgninum nennti eg ekki að standa í fjárgæslu í þvottahúsinu það sem eftir lifði nætur. Ég leysti böndin og rak svo þennan óboðna gest með saklausum lömbunum fram fyrir Grýlupotta. Örugglega hefur hún snúið aftur og troðið sér inn í næsta garð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skemmtileg lesning.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.1.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: GK

Hahaha... þetta var nú gaman, en fyrir mína tíð. Nema Fúsakofarnir og Grýlupottarnir... :)

GK, 31.1.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 197646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband