Ætla bankarnir að gefa okkur með sér?

Heyrði ég rétt? Ætla bankarnir að láta okkur, óbreytta viðskiptavini njóta gróðans með sér? Það væri nú bara sanngjarnt. Gamlar konur sem hafa verið í viðskiptum við sama banka áratugum saman eiga ekkert nema gott skilið.

Bankabókin góða, 50 ára gömul með bílnúmerinu hans pabba, væri svo vel að því komin að fá svona eina millu fyrir hvert ár ævi sinnar.  Hún hefur allan þennan tíma geymt einhverjar krónur. Jafnvel á árum húsbygginga og þrenging átti hún alltaf eitthvert smáræði svo hún gæti lifað áfram. Spurning hvernig henni yrði við ef hún fengi glaðninginn í evrum?

Einu sinni var allt svo miklu einfaldara. Þá sváfum við húsmæður í austurbænum þangað til ekki var lengur vært fyrir þörfum barnanna. Nú vakna húsmæður hér fyrir allar aldir til að koma börnunum frá sér og hlaupa svo í vinnu.

Einu sinni röltum við með barnavagna í Valló fyrir hádegið til að kaupa fiskinn í hádegismatinn og komum svo við í kaffi hjá hver annarri. Það tók bara korter að sjóða ýsuna.  Nú er ekkert Valló til. Krakkar eru fluttir á milli staða í bílstólum og engin er heldur heima til að hella á könnuna fyrir hádegið. Þetta skiptir svo sem ekki máli. Það er enginn hádegismatur. 

Einu sinni var hér engu húsi læst, á einstaka stað kannski um blánóttina. Nú hafa margir þjófavarnarkerfi í gangi lengst af sólarhringnum.

Einu sinni unnum við kannski Danina - en ekki í þetta sinn.

Var ekki allt betra "þarna einu sinni"? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já einu sinni var þetta svona.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.1.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Berglind

Bíddu Valló!! Aldrei heyrt um það nema Vallholtið! Var verslun þar??? Nú verður þú að fræða mig.

kv.

Berglind

Berglind , 30.1.2007 kl. 21:41

3 identicon

Æ Berglind, ertu svona mikið barn. Valló var Vallakjör, það var í húsinu stóra sem er á horni Reynivalla og Skólavalla. Þar var búð niðri en Hjalti Gests og Karen bjuggu uppi.  Þangað lágu leiðir okkar austurbæjar húsmæðra alla morgna til að sækja það sem þurfti.

ammatutte (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: GK

Ég ætlaði líka að segja Valló? Þetta hefur verið kaupmaðurinn á horninu...

GK, 31.1.2007 kl. 00:16

5 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 31.1.2007 kl. 07:59

6 Smámynd: Berglind

ÉG hélt bara að það hafi verið gamla Kaupfélagið, eða útibú frá kaupfélaginu! Var búin að steingleyma þessari verslun. Vissi bara ekki að hún hét Valló, hélt að á þessum tíma væri bara "allt" kaupfélagið!!!

Berglind , 31.1.2007 kl. 11:33

7 Smámynd: Berglind

Gleymdi!! Nema nátturulega Daddi í Daddabúð og Siggi í Siggabúð. Það var ekki kaupfélagið!!

Berglind , 31.1.2007 kl. 11:34

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sko - Vallakjör var eiginlega Kaupfélagið. Það var þarna sett svo við þyrftum ekki að labba alla leið út í K.Á. Þetta var á árunum sem Kauffélagið þjónaði kúnnunum. Nú er ekkert Kauffélag og við bara þjónum Bónus og öðrum stórum, sem setja sínar búðir þar sem þeir finna stærst bílastæði. Svo megum við koma til þeirra.

Helga R. Einarsdóttir, 31.1.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 197646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband