Í daglegu amstri

Langt síðan ég hef skrifað hér eitthvað frá eigin brjósti.

Eigin brjósti?  Þá er líklega ekki átt við beinlínis brjóst - og varla einu sinni brjósthol? Frekar undarlega til orða tekið þegar verið er að meina hjartað- alla vega tel ég að meiningin sé sú, að maður skrifi frá hjartanu. 

Það hefur bara svo ósköp lítið verði að gerast undanfarið, svo litlu hefur verið frá að segja. Ég er auðvitað í skólanum eins og áður. Á mínum aldri fer maður ekki að bröltast í að breyta um vinnustað, sérstaklega ekki þegar maður unir sér eins og best má verða. Ef allt fer sem horfir, heilsan sýnist í lagi og allt verður með felldu, get ég fengið að vinna í skólanum í hérumbil fjögur ár enn.

Fjögur ár eru nú samt ekki lengi að líða, svo óhjákvæmilega er ég farin að hugleiða hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur að þeim loknum. Þegar þetta berst í tal þá segja allir "þú verður nú ekki í vandræðum með það, allt fullt að gera í starfi eldri borgara". Örugglega er það alveg rétt. Ég heyrði í dag af vinkvennahóp sem væri í vandræðum með að finna tíma til að hittast af því þær tvær sem komnar eru "á aldur" væru svo uppteknar að engin leið væri að ná í þær.

En ég er sem sagt farin að hugsa, og jafnvel undirbúa aðeins. Þó ég geti ekki lengur verið starfsmaður í skóla er enginn sem segir að ég geti ekki gert eitthvð annað. En hvað ætti það að vera. Til að komast að því fór ég í rannsókn. Ekki svona eins og hjá læki með blóðprufu og myndatöku eða yfirheyrslum í tilfellinu einhverskonar heilabilun. Neei- eg fór í áhugasviðspróf, rándýrt próf. Mér hefur nefnilega dottið eitt og annað í hug, sem ég gæti alveg hugsað mér að gera. Ég gæti alveg opnað hannyrðaverslun, kann vel að hekla og prjóna og sauma með ýmsu móti. Lærði meira að segja einu sinni vefnað ásamt mörgu öðru nytsamlegu í Húsó Reykjavík. Auk þess finnst mér gaman að smala saman peningum og það er gaman að hitta fólk. Allt ætti þetta að ganga, einmitt á þeim tíma sem Ísland verður að rísa úr öskunni eftir  þrjú til fjögur ár. Verst að það vantar svona búð hérna NÚNA, hættan er sú að einhver verði á undan mér.

Svo var það þetta með Njálulesturinn. Að lesa Njálu og aðrar hundleiðinlegar fornbókmenntir, með, eða fyrir framhaldsskólanema. Lesa með tilþrifum sem gætu þá kannski haldið greyunum vakandi og eitthvað sæti kannski eftir í heilabúinu.En tilþrifin þurfa þá auðvitað að vera nokkuð góð, ég geri mér alveg grein fyrir því.

Svo ætla ég auðvitað að skrifa ævisöguna mína. Verst að ég er eiginlega langt komin með hana, alveg fram yfir miðja ævi(sem ég miða alltaf við 50). það tekur enga stund að ljúka þeirri sögu, svona eins og mér er fært, svo verða bara aðrir að ljúka. Af því mér finnst ævisaga eigi að vera svoleiðis, segja frá ævinni frá upphafi til enda. 

En ég get svo auðvitað líka skrifað sögur um einhverja aðra, kannski  ævisögur  forfeðranna eða bara ættanna minna, svona eins og hægt er.      "Saga Asthon fjölskyldunnar" er mér alltaf minnisstæð.

En sem sagt, til að fá úr því skorið hvað af þessu hentar mér best tók ég þetta próf. Margar blaðsíður af spurningum um allt mögulegt- nærri 300 spurningar minnir mig.

Það var fjöldamargt undarlegt sem þarna var spurt um, en sjálfsagt kemur það allt að gagni og ég er bara spennt að fá niðurstöðuna. Auðvitað tekur þetta smá tíma,  það er ekki kastað til höndunum við úrvinnslu svona merkilegrar könnunar. Kannski segi ég ykkur frá úrslitunum þegar þar að kemur, þetta er spennandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna

Mér finnst þú ekki gömul og ekki Sigurdór heldur. Mér finnst þið einmitt sanna það sem er alltaf sagt: aldur er afstæður.

Aldur er ekki til. Við erum bara eins gömul og okkur finnst við vera. Þess vegna ætla ég alltaf að vera bara 28 ára. Alveg sama þó að kennitalan mín segir 100 ára :-)

Annars styð ég þessa hannyrða-verslunar-hugmynd. Sé þig alveg fyrir mér í einhverju svoleiðis :-)

P.S. Kærar þakkir fyrir vettlingana :-)

Jóhanna, 3.11.2010 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband