1.11.2010 | 19:58
Nú datt mér eitt í hug!
Af því að allt er í klessu í pólitíkinni og næstum sama hvað gert verður við hana í framtíðinni datt mér í hug hvort ekki mætti breyta svolítið til í næstu kosningum, hvenær sem þær verða. Hvernig væri að fólki byðist einn kostur í viðbót við venjulega flokkakosningu- þetta venjulega
xG -XS - XD eða B. Þar væri bara ein lína fyrir XÞ sem þýddi þjóðstjórn. Sú stjórn yrði svo skipuð með handafli af einhverjum lögskipuðum dánumönnum? Ef ég ætti kost á svona kosningum núna myndi ég setja x við Þ. Alltaf dettur manni eitthvað í hug!
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Helga, athyglisverð hugmynd og alltaf gaman að velta upp hinum ýmsu hliðum mála.
Það er einnig spurning hvort auðir og ógildir eigi ekki að fá sæti á þingi, þ.e. atkvæði þeirra myndu skila tómum stólum og þingmönnum fækkað. Það mun vissulega veita frambjóðendum aðhald, það er ekki gott að missa sæti á þingi til auðra og ógildra. Að fá þann dóm á sig að betra sé að hafa stólinn auðann.
Gunnar Heiðarsson, 1.11.2010 kl. 21:30
Já - mér líst bara vel á það. Annars ætti xÞ að vera kostur fyrir einhverja þeirra sem annars myndu skila auðu.
Helga R. Einarsdóttir, 1.11.2010 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.