Hversu breið eru Héðinsfjarðargöng?

Ég annaðhvort heyrði í fréttum, eða las, að breidd Suðurlandsvegar muni "verða ákveðin eftir arðsemisáætlun".  Þá datt mér í hug hvort eins hafi verið farið að við gerð Héðinsfjarðarganga? Eða er þetta eitthvað alveg nýtt á Íslandi? Hvað skyldu göngin vera breið?

Ég hef líka verið að hugsa (og ekki segja mér bókavörður að þar sé x) um alla þessa gáma við Sundahöfn. Og ég hef séð miklu stærri gámahafnir í útlöndum. Aldrei myndi ég þora að flytja búslóðina mína á milli landa. Væri aldeilis viss um að minn gámur gæti aldrei fundist aftur í öllum þessum fjölda. 

Ég hef líka stundum velt því fyrir mér hvort ég geti endalaust fundið upp á einhverju til að skrifa hér. Þetta hlýtur að taka enda. En svo róaðist ég þegar ég áttaði mig á því að ég skrifa það sem ég hugsa, og einu sinni var mér sagt að ég hugsaði allt of mikið. Reyndar ráðlagt að hætta því bara. Ég hef stundum reynt það en veit núna að það er ekki hægt. Ha ha , ég finn alltaf upp á einhverju.  Maður bara sest niður og byrjar.

Meira að segja núna er ég að blogga um ekki neitt en samt skrifa ég og skrifa. Samt er ég í dag búin að skrifa tveggja síðna grein sem ég ætla að koma í birtingu. Og ég gæti víst haldið áfram endalaust.  Ég var líka í dag á veiðum víðs vegar um bæinn. Ég var að leita eftir frauðplastplötum til að nota í skólanu. Ég var sem sagt að vinna á frídegi, er það nokkur hemja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, það er bara að setjast niður og skrifa og það kemur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.1.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Josiha

Ég hugsa líka allt of mikið

Josiha, 28.1.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: Almar

Mér er bæði ljúft og skylt að upplýsa þig um það að arðsemi Héðinsfjarðarganga og Suðurlandsvegar er svipuð.

Skv. skýslu Vegagerðarinnar er arðsemi Héðinsfjarðarganga um 14,5% sem er mjög gott og er það mjög svipað og reiknuð arðsemi Suðurlandsvegar skv. Vegagerðinni sem notast við sömu aðferð við arðsemismatið.

Þar sem greinin er skrifuð í hroka stíl og munt þú því væntanlega ekki trúa þessum tölum vil ég benda þér á skýrslu Vegagerðarinnar um arðsemi Héðinsfjarðarganga.

Njóttu vel. 

Almar, 28.1.2007 kl. 21:09

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir upplýsingarnar Almar

Helga R. Einarsdóttir, 28.1.2007 kl. 21:22

5 Smámynd: Ólafur fannberg

að vinna á frídegi er engin hemja.....

Ólafur fannberg, 28.1.2007 kl. 22:19

6 identicon

Ég undrast það að öldruð móður mín sé vænd um "hroka stíl" fyrir að benda á  fáránleik framkvæmda framsóknarmanna fyrir norðan.

En mér er það ljúft og skylt að upplýsa að engin mannslíf eru tekin inn í "arðsemisáætlun" Vegagerðarinnar hvorki fyrir norðan eða sunnan .

Frá 1972 hafa 52 týnt lífi sínu á Suðurlandsvegi og hundruð manna hlotið varanlega örorku. 

Tilfinningalegt tjón sem engin arðsemisáætlun getur mælt. 

Það er nú allur hrokinn, Almar.

Einar Ö S. H. (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 22:20

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Æææææ - ég ætlaði engan að særa. 

Helga R. Einarsdóttir, 28.1.2007 kl. 22:45

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Takk fyrir hjálpina Einar---- finnst þér ég í alvöru "öldruð"?

Helga R. Einarsdóttir, 28.1.2007 kl. 22:47

9 Smámynd: GK

Aldrei hefði mig grunað að einhver myndi saka móður mína um hroka. Það myndu einungis fávísir menn gera og vona ég að þeir iðrist strax.

Hvað ætli eitt mannslíf sé metið á?

GK, 28.1.2007 kl. 22:49

10 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Einar - var það ekki Stulli?  Mín vegna gæti hann svosem verið framsókn.

Helga R. Einarsdóttir, 29.1.2007 kl. 10:20

11 Smámynd: Josiha

Mér finnst þú ekki öldruð og allt annað en hrokafull. Það vita það allir sem þekkja þig  

Josiha, 29.1.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 197646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband