Laugardagur í lífi mínu

Þetta varð laugardagur til lukku hjá sumum en sorgar hjá öðrum. Ég gaf  mér tíma til að fylgjast með því á meðan ég gerði það sem gera þurfti.

Fótaferð var með eðlilegu móti, ég vakna auðvitað alltaf á sama tíma en tókst að blunda aftur og liggja til rúmlega níu. S.d. fór í bakaríið og sótti rúnstykki og svo í heimsókn til pabba síns. Hann gerir það oftast á laugardags eða sunnudagsmorgnum. Morgunverkin voru samkvæmt venju og enduðu með því að ég fletti Mogganum, Fréttablaðið nenni ég ekki að opna nema ég eigi akkert annað líf  framundan. Ég setti í þvottavél og gekk frá því sem ég þvoði í gærkvöldi. Hafísinn er kominn nærri landi fyrir vestan. Einu sinni sáum við borgarísjaka fyrir utan Bolungarvík í júlí. Þá var 4 stiga hiti þar á tjaldstæðinu um nóttina.

Þegar ég var búin að setja grjónin í pottinn skruppum við í búð. Við förum einu sinni í viku svona almennilega búðaferð, en svo kem ég bara við í Bónus á leiðinni heim úr vinnunni ef eitthvað vantar.  Ég keypti meira af frystivörum en til stóð svo ég varð að taka til í frystiskápnum þegar heim kom. Tók þar út tvo væna sviðakjamma sem ég setti í pott og sauð. Ég kom öðrum vörum fyrir á sínum stað á meðan ég eldaði grjónagrautinn.

Það er hægt að ganga í Frjálslynda flokkinn fyrir 2000 krónur. Er það ekki fjárkúgun?  Ég hringdi á Hraunteiginn, en þar var enginn heima. Þau eru víst farin upp í Borgarfjörð. Ég fór líka út í skúr og vökvaði blómin sem eru þar í vetrardvala. það eru blóm sem eru út á sumrin og þau fá ekki vatn nema einu sinni í mánuði. Ég taldi líka flöskur í poka fyrir endurvinnsluna og tók til ruslapoka sem eiga að fara á haugana. það eru dagblöðin, þessi endalausu blöð sem engin leið er að setja í tunnuna þar sem ekki er hreinsað rusl nema hálfsmánaðarlega.

Solla "vargatítla", mér finnst þetta alveg yndislegt orð, var að halda ræðu á einhverjum fundi. Líklega ræðu sem hún ætlar að slá sér upp á, en einhvernvegin fer það alltaf á hinn veginn fyrir henni. Mér er alveg sama um Sollu. það kom enginn í grautinn í dag svo við laukum hádegismatnum í einsemd. Eftir hádegið fór S.d. á haugana með pokana og kom við á verkstæðinu til að skila kastara sem hann hafði í láni. Á meðan þreif ég baðið. Þegar hann kom heim fór hann á moppuna og ég skúraði eldhúsið. Gólfin hér eru smstarfsverkefni. Ég setti í aðra þvottavél. Guðjón Arnar var kosinn formaður frjálslyndra með lófaklappi.

Ég sttist niður og lauk SUDOKU dagsins, það var fljótlegt. Mér finnst fúlt að það er ekki lengur heil síða af sudoku í Blaðinu á laugardögum. Nú þarf ég ekki lengur að opna Blaðið. Ég hreinsaði til í þvottahúsinu.

Ég tók sviðin úr pottinum og bjó til sviðasultu og hlustaði á meðan á "Orð skulu standa"  það er góður þáttur og þar hef ég komist að því að Davíð Þór er jafn vel gefinn og henn er skemmtilegur.  Um leið og handboltinn var að byrja fórum við út og í heimsókn í Sandvíkina. Dýrleif Nanna er orðin svo dugleg við allt mögulegt. Hún verður örugglega farin að ganga áður en hún verður eins árs. Það voru allir að fara á þorrablót í sveitinni nema barnafjölskyldan og Gummi bró átti að leika Jesú. Hann vildi helst fara svo heim eftir þann væntanlegga leiksigur, var víst ekki of viss um ágæti sitt í hlutverkinu. 

Margrét tapaði fyrir Magnúsi í varaformannskjörinu. Mér er alveg sama um þau bæði. Finnst samt svolítið forvitnilegt núna hvað hún gerir.  Við fengum lánaða þrjá DVD diska og fórum svo heim um leið og Íslendingarnir unnu leikinn. Eins gott að hann varð ekki lengri. Ég setti rófur í pott og bjó svo til rófustöppu með sviðasultunni sem ég varð að setja í frystinn smá stund svo hún yrði almennileg. Framsóknarmenn settu enhverja stelpu af Suðurnesjum í 3. sætið á Suðurlandi þegar þeir voru búnir að rífast um það í allan dag. Hún er þó víst Harðardóttir eins og fleiri og ætti kannski að duga.

Logi var í fréttunum. Hann er allur að lagast aftur, varð eitthvað svo ólíkur sjálfum sér þegar hann skipti um konu. Kannski er hann búinn að gefast upp á að verða sá gæi sem hann ætlaði. Svo kom Jón Ólafsson og hann er alltaf góður, og Spaugsstofan var frábær.     Ég er "Ísmaur".  Júróvisionið læt ég eiga sig að tala um, þar var ekkert sem heillaði mig. Svona var nú þessi dagur - en hann er ekki búinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Gummi bró er ekki enn kominn heim svo að hann hefur væntanlega verið ágætur Jesú

Josiha, 27.1.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Ólafur fannberg

færð rafræna innlitskvittun

Ólafur fannberg, 28.1.2007 kl. 01:10

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Missti þvi miður af Jóni Ólafssyni, Kann ekki að búa til sviðasultu. Þú ert flínk kona.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.1.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 197646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband