Færi ég í Bónus í náttbuxunum?

Tískan er takmarkalaus. Ef unglingum í dag er sagt að eitthvað sé í tísku þá eru þau flest fús til að taka þátt. Nú eru það náttbuxurnar. Einstaka kennarar fá hroll um sig alla þegar krakkarnir mæta í skólann í náttbuxum á köldum vetrarmorgni. En ég veit að undir þessum buxum eru aðrar og engin hætta á að þeim verði kalt.                                    

Ég held líka að hrollurinn stafi ekki af áhyggjum vegna heilsu barnanna.  Frekar af íhaldssömum og fordómafullum hugsunarhætti. 

Hvað með það að klæða sig á óhefðbundinn hátt? Hvers vegna eru rósóttar flónelsbuxur eitthvað verri en gauðrifnar gallabuxur?  þær eru alla vega töluvert hlýlegri. Svo lengi sem unglingarnir eru sæmilega hreinir og hylja megnið af því holdi sem er þeim svo mikil uppljómun á þessum árum finnst mér þau mega vera í þeim fötum sem þau vilja og hafa ráð á. (eða foreldrarnir) 

Stundum verður mér hugsað til minna eigin unglingsára og þess sem þá var í tísku. það var langt frá því að sveitastúlkur gætu hlaupið til og keypt það sem flottast var hverju sinni. En vissulega var tíska og mamma var iðin við að sauma á mig hverja flíkina af annarri. þegar ég var á Skógum man ég eftir peysum, úr lituðum lopa, sem voru svo kembdar með ullarkömbum. Við prjónuðum svona stelpurnar og vorum flottar.

Ef ég ætti núna, (og væri mjó), bleiku dragtinna sem ég skartaði þegar ég mætti í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, myndi ég slá í gegn. það kemur allt aftur og tískan fer í hringi. Ég hafði hannað og heklað hana sjálf og hún var æði! 

En eiginlega er ég fegin að "hafa verið uppi" á árunum áður.  Ég var nefnlega allt of tilbúin að taka þátt í því sem óvenjulegt var.  Og ég þori ekki að ábyrgjast hvert það gæti leitt mig núna á tímum takmarkalauss frjálsræðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Ég skil alveg hvað er í gangi. Unglingarnir eru að gera uppreisn. Gera það sem "má ekki", gera það sem fullorðna fólkið gerir ekki (eða þorir ekki?). Unglingarnir eru að undirstrika sjálfstæði sitt. Að naflastrengurinn hafi loksins verið klipptur. Þeir gera það sem þeir vilja og láta ekki segja sér fyrir verkum...
....samt kaldhæðnislegt. Það hefur væntanlega einhvern einn eða tveir átt hugmyndina að þessari náttbuxnatísku. Hinir fylgja svo bara með. Sjálfstæði, ha?

Josiha, 26.1.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er líka fegin að ég var uppi þá og það er gaman að vera uppi ennþá. Þetta er eins mamma saumaði á mig. Ég var ekki svona flínk eins og þú en prjónaði þó peysu  á mig þegar ég var 17 ára. Prjóna meir nú. Hef gefið öll 60´s og 70´s fötin því miður. Kanski vildu tengdadætur eða aðrir ættingar þá nú. . Já allt í lagi að vear í náttbuxum ef þær eru hlýjar. Hvað eigum við að vera að skipta okkur af klæðnaði annara.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.1.2007 kl. 22:18

3 Smámynd: Ólafur fannberg

náttbuxur í bónus góð hugmynd

Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 22:19

4 identicon

Sótti fermingarbarnið mitt í messu um daginn, tvær hreinar, málaðar og fallegar vinkonur fengu far heim, önnur var í bleikum náttbuxum í messunni. Svona er nú Ísland í dag í Grafarvoginum.  Kveðjur og kossar, er að undirbúa spurningakeppnina fyrir þorrablótið, Kata.

Katrín Inga (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 197646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband