3.9.2010 | 16:45
Hvers vegna erum við að rolast við að vera heiðarleg?
Það er öllu stolið og það eru alltaf leiðir til að komast upp með það. -"Sennilega á að flytja góssið úr landi"- og þykir varla umtalsvert. Útlendingar stela og íslendingar líka, þetta er ekki fyrsta lopapeysuránið í þessari viku. Sé bíll skilinn eftir ólæstur augnablik er nærri öruggt að úr honum verði hirt það sem verðmætt er. Gleymist flík einhversstaðar í hálftíma, er hún horfin þegar að er gáð. Það er einhversstaðar á Íslandi rekið stórt fyrirtæki í kringum útflutning á þýfi. Hvernig komast þessir "útflytjendur" í samband við hinn almenna þjóf? Er ekkert skoðað í gámana sem fara úr landi?
Fínu kallarnir stela, frá okkur vinnudýrunum, svo miklum peningum að þeir gætu jafnvel aldrei skrifað upphæðirnar eigin hendi, ekki endilega allir svo bráðvel gefnir. Stela samt og komast upp með það af því þeim hefur einhverntíman dottið í hug að kaupa fyrir hluta af ránsfeng, spjarir í rándýrum merkjabúðum, í þeim er hægt að komast langt á réttum stöðum.
Stundum heyrir maður að einhverjir séu teknir með þýfi - og svo er þeim bara sleppt eftir yfirheyrslu. Dettur einhverjum í hug að þeir fari þá bara heim að horfa á sjónvarpið?
Af hverju í ósköpunum erum við, óbreyttur lýðurinn, ekk bara með í þessu. Hvað græðum við á því að vera heiðarleg? Þegar til himna er komið segir Sankti Pétur hvort sem er bara með mildu brosi: "Æææ - ansans, þú hefur verið dulítið breyskur" og strikar svo út allar syndirnar. Maður er farinn að efast um að heiðarleiki borgi sig?
Lopapeysum stolið úr verslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú segir allt sem segja þarf. Það er öllu stolið. Fólk þarf meira að segja að fylgjast með bílunum sínum fyrir utan vinnustaði, annars gæti verið búið að brjótast inn í þá. Hef tvisvar stoppað þjófa við slíka iðju. Það sem meira er, það er engum að treysta lengur. allt er orðið svo breytt hér.
Rósa (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.