25.1.2007 | 21:35
Ég er ekki lengur fúl
Þetta var bara tímabundið vandamál, tók ekki nema tíu mínútur. Tölvan fraus í dag og svo uppfærði ég allt innvolsið í henni og það tók klukkutíma. Og svo gleymdi ég að koma við í búðinni. Ég var semsagt öll í klúðri og reyndi að koma því yfir á aðra. Alveg dæmigert.
það vorar snemma þetta árið, þrestirnir halda það líka og eru hættir að éta reyniberin sem liggja í haugum á bakvið hús. Hvað skyldu þeir annars hafa í gogginn, ekki eru ormarnir farnir að brjótast upp um klakann sem enn er í jörðinni? Hvort sem þessi hlýindakafli verður langur eða stuttur munar um hann, vikunum til vors fækkar með hverri helgi.
það var notalegt hjá okkur í sundinu í dag. Strákarnir syntu heil ósköp og svo máttu þeir fara í pott. Þeir hentust allir í barnalaugina og voru komnir þangað ofaní þegar vörðurinn í turninum kallaði í hljóðkerfið að þeir ættu að fara uppúr strax, af því að ryksugan væri þar að vinna. Hann hefði nú getað sagt þeim það áður en ofaní var komið. En þeir voru ekki seinir á sér að flýja. Virtist helst sem þeir héldu að sugan væri sett í laugina til að éta börn. þeir komu allir til mín í litlu laugina, en skrímslið elti ekki. Þar lágum við svo í nokkrar mínútur þangað til tíminn var búinn.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 197646
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.