18.8.2010 | 23:09
Er ég búin að svíkjast um hér?
Það er komið myrkur fyrir tíu, sumarið er að enda. Síðasti frídagurinn á morgun og þá verður ekki aftur snúið, það er að koma vetur og jólin eftir fáeinar vikur. Þetta líður allt svo undrafljótt að mér dettur ekki í hug að fara núna að falla í eitthvert haust og vetrar og dimmudagaþunglyndi- má ekkert vera að því heldur og bráðum fer að birta.
Á mánudaginn kemur hann aftur kl. 7.35, skólafélagi minn sem var samferða hvern morgunn síðasta vetur, með hjálminn rauða og hjólið sem hann teymir alla leið- hann hjólar svo heim, nema ef við hittumst óvart við hornið eftir skóla, þá teymir hann báðar leiðir.
Það er líklega óskiljanlegt fyrir venjulegt fólk, en mikið óskaplega hlakka ég til að sjá aftur alla krakkana, það er alveg með ólíkindum hvað unglingur getur stökkbreyst á einu sumri. Það er rétt sem gamli skólastjórinn minn sagði þegar ég var að byrja í þessari vinnu. "Það yndislegasta af öllu hér er að fylgjast með þeim þroskast og verða fullorðin. Kynnast þeim litlum, fylgjast með þeim öll skólaárin og kveðja svo nærri fullorðið fólk". Það er góður skóli.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt.
stuðningsfulltrúi = tukihenkilö á finnsku.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 18.8.2010 kl. 23:40
Takk fyrir innlitið um daginn, það var gaman að fá ykkur.
-- Þau 7 ár samtals sem ég var kennari eru eftirminnileg og samskiptin við þetta unga fólk. Og enn í dag er alveg óskaplega gaman þegar einhver miðaldra mannspersóna heilsar manni með hýrlegu bliki og segir: Manst´ekki eftir mér? -- Og þó ég muni ekki eftir andlitinu rifjast þetta venjulega upp fyrir mér eins og skot þegar nafnið er nefnt.
Sigurður Hreiðar, 20.8.2010 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.