24.1.2007 | 21:38
"Wuthering Heights"
Ég er búin með bókina og var ekki lengi að. þetta er ein af þeim sögum sem halda manni við efnið og vakandi fram á nótt. Og ég á hana sjálf. Ég les venjulega svona klukkutíma áður en ég sofna, en nú fór ég fram úr sjálfri mér. Samt hafði ég lesið hana áður og fátt kom mér á óvart.
Næst ætla ég að ferðast yfir Ameríku þvera með Einari og Ólafi. Mig vantar eina bók, til að eiga. "Grænn varstu dalur" heitir hún og ég hef lesið hana en langar til að eiga - alltaf. Ég hef ekki séð hana í búðum, sennilega er hún ekki til nema hjá fornbókasölum. Ég er vandlát á bækur til að eiga. Fæ lánað í bókasafninu eða hjá einhverjum öðrum. Mig langar bara til að eiga bækur sem ég get lesið aftur og aftur.
Ég er ánægð með veðrið núna. þarf ekki lengur að taka tíu mínútur á morgnana til að klæða mig og svo er ekki einu sinni hálka. Járnin get ég skilið eftir heima og get farið í Bónus á heimleiðinni án þess að fótaburðurinn minni á skaflajárnaðan hest.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.8.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197654
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mæli með "handbókinni" Láttu ekki smámálin ergja þig. Maður getur lesið hana aftur og aftur
Josiha, 24.1.2007 kl. 22:28
Þú lest hana nú ekki nógu oft, Jóhanna mín :)
GK, 24.1.2007 kl. 23:46
Já ég veit. Þarf að fara að lesa hana fljótlega aftur Gummi minn
Josiha, 25.1.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.