23.1.2007 | 21:29
Þegar ég var í boltanum
Það er gaman að horfa og fylgjast með - þegar vel gengur. Einu sinni æfði ég handbolta sjálf. Það var fyrir mörgum árum, áður en hér var byggt íþróttahús og það voru engir strákar í þessu. Við vorum svona 12 - 15 "konur", en vorum þó varla konur. Við vorum svona 20 -25 ára. Við tókum okkur saman og byrjuðum að æfa. Við vorum mest úti á velli, þrekæfingarnar gerðum við þar stundum í stórum pollum. Svo þegar haustaði vorum við líka í salnum í Sandvík. þetta var alvöru, með þjálfara og allt, það var Gylfi Gísla. Á endanum vorum við orðnar svo góðar að það átti að fara að senda okkur á mót fyrir U.M.F.Self. Þá hættum við. Á toppnum mætti kannski segja, við áttum allar tvö eða þrjú börn og fórnuðum frægðinni fyrir þau.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.8.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197654
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar og Guðbjörg! Biðjið móður ykkar afsökunar á því að hafa svipt hana handboltaferlinum.
GK, 23.1.2007 kl. 23:00
Sorry mamma
getur þú ekki bara tekið upp þráðinn aftur ?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 23.1.2007 kl. 23:10
Ég held nú að fórnin hafi verið þess virði.
Einar Örn S H (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 01:25
Það þurfti eldgos til að stoppa minn feril (eða þannig). Dagurinn þessi er alltaf eins og hann er, blendnar hugsanir. Hvað ef? Hefði ég kynnst konunni sem hefði kannski orði fræg ef hún hefði ekki fórnað sér sem hún betur fer gerði, hún er nefnilega fræg á sinn hátt þó ekki sé nema af endemum. Til hamingju með börnin þín og þennan sem á þau með þér, burt séð frá frægðinni!
mýrarljósið (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.