Einstakt lán að það var ekki snjór

Enn í ferðinni 1996.   Við fórum frá Reykjum í rigningu og héldum norður á Skaga. Tókum myndir af Hvammskirkju og Ketu.  Við tókum mynd af Hofskirkju í rigningu og þungum skýjum niður í miðjar hlíðar. Síðan fórum við á Skagaströnd og var nú rok og rigning og heldur ókræsilegt útlitið á kántríhátíðinni, sem virtist reyndar vera fokin og flædd til hafs.Við byrjuðum á að taka kirkjumynd en fórum svo að leita að næringaraðstöðu.

Við fundum yfirgefið hátíðartjald í miðju þorpinu. þar fórum við inn með leyfi sjoppufólksins handan götunnar. Þarna borðuðum við nestið standandi upp á endann, á meðan rokið og rigningin lamdi tjaldið að utan. Ekki dvöldum við þarna lengur en þurfti og fljótlega vorum við búin að yfirgefa kántríbæinn, eiginlega án þess að hafa komið þar við.  Við fórum svo sem leiðin lá í Hrútafjörð. Vikum þar af leið og fórum til norðurs og svo yfir Laxárdalsheiði í Dali. Á þeirri leið var aur og drulla, rok og rigning og útsýni ekkert.

Við komum í Búðardal og þar rigndi. Ókum svo út Skógaströnd í slagveðri. Tókum mynd af Breiðabólsstaðarkirkju, gegndrepa. Komum svo að Narfeyri, þar sem kirkjan stendur úti á túni - rennblautu.  Hermann beið þá í bílnum uppi á vegi og fékk engan frið fyrir umhyggjusömum ökumönnum, sem vildu ólmir aðstoða hann í vandræðum. Það var verið að tilnefna fyrirmyndar ökumenn helgarinnar í útvarpinu.    En Hemmi var  ekki í neinum vandræðum, bara búinn að fá nóg af bleytu þennan dag.

Í Stykkishólmi fórum við beint á tjaldstæðið. Skelltum upp tjaldi í bullandi rigningu, elduðum pylsur og borðuðum af bestu lyst. Þá stytti upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197654

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband