25.6.2010 | 10:11
"Eyjar" takk
Alla vega hef ég aldrei heyrt talað um "eyjurnar á Breiðafirði". En hvað veit maður - allt getur gerst á byltingartímum?
Eyjur til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað áttu við?
Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir, 25.6.2010 kl. 10:23
Jahh- ef ég kynni nú að útskýra það málfræðilega Guðbjörg- en þetta er kannski bara " tilfinningamál" hjá mér. Ef ég ætti pening myndi ég kaupa eina "eyju" þarna hjá Grikkjunum, en ef ég hefði verið í útrásinni gæti ég sennilega keypt mér margar "eyjar", en ekki "eyjur"?
Við tölum um Breiðafjarðareyjar, Kanaríeyjar , Vestmannaeyjar, eyjar í kringum Ísland og það hafa meira að segja verið eyjar til sölu hér við land. En eins og ég segi, þetta er bara eitthvað sem mér finnst og svo er nú orðið með margt í málinu "að það má bæði" eins og ég heyri stundum í skólanum ef fræðafólkið lendir á blindskeri.
Blindsker er hins vegar ekki eyja og það eru ekkert endilega eyjar í skerjagarðinum, hvað þá eyjur.
En ég þekki konu sem heitir Eyja og ef hún ætti margar nöfnur væru þar margar Eyjur. Svona er ég nú rugluð?
Helga R. Einarsdóttir, 25.6.2010 kl. 11:15
Til er orðið „ey" og til er orðið „eyja". Hvort tveggja hefur sömu merkingu. Ef þú kýst að nota orðið „eyja" þá fallbeygist það í eignarfalli fleirtölu „eyjur", líkt og í fyrirsögninni. Ef þú kýst hinsvegar að nota orðið „ey" þá fallbeygist það í eignarfalli fleirtölu sem „eyjar".
Það er að segja:
Ey - ey- ey - eyjar / Eyjar - eyjar - eyjum - eyjar
Eða:
Eyja - eyju - eyju- eyju / Eyjur - eyjur - eyjum - eyja
Ábending (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 11:28
Hjúkkk!! Takk
Helga R. Einarsdóttir, 25.6.2010 kl. 11:36
Líklega væri rétt, að gera það aðófrávíkjanlegri reglu að líta í orðabók til öryggis áður en málfar annarra er gagnrýnt.
Mér finnst síðari fleirtalan, sem hér er nefnd að ofan, heyrist afar sjaldan, sú fyrri velti hinni síðari úr sessi.
Hrukkudýrið.
Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.