18.6.2010 | 14:53
Missti ég úr einhverjar blaðsíður, eða er Umferðarstofa að brjóta á okkur eins og fleiri?
Í dag barst hér á heimilið innheimtuseðill vegna endurnýjunar gjalds fyrir einkanúmer. Að vísu verður ekki þörf á að greiða gjaldið þar sem notandi hefur náð ákveðnum aldri, eingöngu þarf að tilkynna til Umf.st. eða skoðunarstöðvar að númerið sé enn á bílnum og notandi á lífi. Alla vega skil ég það svo, held reyndar að Umf. stofa hafi öll gögn sem sanna hvorttveggja, svo ég sé engan tilgang með þessum bréfa og upplýsingaskiptum, nema vera kynni að halda uppi ákveðnum fjölda starfsmanna hjá stofnuninni.
Það sem ég hins vegar vil gjarnan fá að vita er hvernig stendur á innheimtu fyrir endurnýjun einkanúmera, þar sem sú aðgerð var í eina tíð dæmd óheimil af umboðsmanni Alþingis? Er kannski sá umboðsmaður bara hundsaður af stjórnvöldum, og hans álit einskis virt svona eins og margt annað sem snýr að almennum borgurum þessa lands?
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.