Á Reykjaströnd

Við höfum oft gist á Reykjum. Þar höfum við aðgang að húsi og þurfum ekki að reisa tjald. Sviðaveislur höfum við haldið þar margar og við höfum komið þangað í allskonar veðri. Rigningu og þoku svo ekki sést til sjávar en oftar í sumarblíðu.

Við höfum farið í gönguferðir í fjöruna, þar sem hvítir steinar skolast á land með öldunni. Gengið í stórgrýtinu til Glerhallavíkur, en þar eru steinar sem eru frægir í öllum heiminum. Við höfum dorgað við ströndina, en aldrei fengið bröndu.Við höfum dregið saman rekavið og kveikt bál og setið við það og horft til Drangeyjar.

                             Á hásumarnóttum sest sólin aldrei, hún kemur aðeins við  sjávarflötinn en rís svo aftur og þá er kominn nýr dagur. Tindastóll er fyrir ofan og þar er sagt að finnist óskasteinar.     Einu sinni sáum við óskastein, það var á háfjöru, við sáum hann úti í sjónum skammt frá landi. Hvítur steinn, svo stór að engann höfðum við stærri séð. Við ákváðum að taka næst með okkur snæri og binda utanum mig svo ég gæti vaðið útí sjóinn og sótt hann. þegar við komum næst var þar enginn steinn, samt var hann svo stór að engin alda átti að geta fleytt honum í burtu. Ég hefði heldur aldrei komið honum að landi.

Við höfum farið í heitu laugina hans Grettis, setið þar tímunum saman og fylgst með Óðinshanafjölskyldunni leika sér á tjörnunum í mýrinni. Við höfum rekið rollurnar úr túninu, og við höfum horft á brúna folaldið leika sér í kringum hana mömmu sína.

Það er gott að búa á Reykjum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Eru óskasteinar sem sagt hvítir? Eða réttara sagt, alltaf hvítir?

Josiha, 22.1.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Falleg og rómantísk frásögn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.1.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég held þeir séu til í öllum litum, en þarna vil ég hafa þá hvíta.

Helga R. Einarsdóttir, 22.1.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 197654

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband