4.6.2010 | 21:47
Í dag gerðist þetta- verður 4. júní sögufrægur dagur?
Rangæingar sjá svarta bólstra yfir jöklinum. Veðurstofan mælir aukinn gosóróa ofaní jörðinni. Öskurykið byrgir fyrir fjallasýn í lágsveitum og allt til Borgarfjarðar. Fuglarnir eru hljóðir og fólkið andar með nefinu.
Ný borgarstjórn í Reykjavík hélt blaðamannafund á blokkarþaki í Breiðholti- vonandi gengur þeim vel að læra það sem þarf til að sinna sínu verkefni.
En ég missti af útsendingu frá þeim fundi af því ég var á miklu merkilegri viðburði.
Ég var í skólanum að kveðja tíunda bekk. Það er nokkuð sem ég reyni að missa aldrei af. Unga fallega fólkið sem við kveðjum, mörg eftir tíu ára samveru, er bara yndislegt. Á öllum þessum árum er ekki annað hægt en að tengjast þeim dulitlum tilfinningaböndum. Að fá tækifæri til að fylgjast með frá fyrsta bekk og uppúr er einstakt. Litlir pjakkar sem fyrir fáum árum skriðu undir stól, lokuðu augunum og töldu sig týnda ef eitthvað þurfti að vanda um fyrir þeim, stelpur sem í öðrum bekk stöppuðu niður fótum og hrinu hátt ef þær fengu ekki að teikna prinsessur í öllum tímum. Öll með tölu eru þau nú svo frábært fólk, svo fín í sparifötunum - strákarnir með bindi og stelpurnar á pinnahælunum í fínu kjólunum. Þau eru svo falleg og þau eru svo glöð, með endilanga framtíðina fyrir sér og hlakka til. Þetta getur ekki orðið annað en frábært og yndislegt líf. Það vona ég líka, að þeim gangi öllum allt sem best, þessum elskum. Og þó að við, skólafólkið, höfum stundum verið "leiðinleg" við þau, held ég svei mér þá að þeim þyki bara vænt um okkur líka, það finnum við á þessum árlegu kveðjustundum. Takk fyrir samveruna elsku krakkar mínir - þið eruð best.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.