"Í góðum tengslum við grasrótina"?

Sem á ópólitísku máli myndi þýða að manneskjan sé vinsæl hjá sínum undirmönnum jafnt sem vinnuveitendum, alltaf til í að tala við hvern sem er og geri engan mannamun. Þægileg og tilbúin að hlusta á alla.

Steingrímur ráðherra sagði í kvöldfréttum "að kannski, vegna anna, hefði  undnanfarið vantað uppá grasrótarræktun hjá honum og fleirum - vegna anna hefðu ekki gefist tækifæri til fundahalda eins og þyrfti". Mér finnst að fundir séu enginn vettvangur fyrir grasrætur. Þar mæta sárafáir gallharðir aðdáendur viðkomandi pólitíkusa til þess eins að klappa og hallelúja. Við erum ekki á svoleiðis fundum. Við erum á vinnustöðunum okkar, við erum úti í bæ  og jafnvel stundum vildum við komast á kontórinn hjá viðkomandi, ráðherra eða bæjarstjóra eða bara bæjarstjórnarmanni. Þá eigum við ekki að þurfa að knékrjúpa með löngum fyrirvara og panta tíma, sem svo "því miður" gæti orðið aflýst á síðustu stundu. Við viljum hitta mann og annan þegar okkur liggur eitthvað á hjarta og það gæti bara verið núna!! Alveg eins og þegar ég þarf allt í einu að fara í klippingu vil ég geta talað við svona fólk þegar mér dettur eitthvað "mjög áríðandi" í hug. Á margara vikna biðtíma fer úr mér allur vindur og ég kannski bara gleymi erindinu. Auðvitað eru ákveðin takmörk um nætur og helgidaga, en á vinnutíma á þetta fólk ekki að loka sig inni í einhverjum fílabeinsturnum. Það er  vinnufólk hjá okkur og getur bara alveg hagað sér sem slikt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það var í meira lagi dapurlegt að hlusta á hrokann og afneitunina í Steingrími í kvöldfréttunum. Við sem til þekkjum í VG, vitum að það sem flokksformaðurinn sagði, er pólitísk ruglandi, til þess ætluð að villa um fyrir þeim er á hlýða.

Jóhannes Ragnarsson, 31.5.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hér slettir Helga skyrinu...

Höfundur

Helga R. Einarsdóttir
Helga R. Einarsdóttir
Netfang: hresk@mi.is

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • DSCF2187
  • DSCF2186
  • DSCF2180
  • DSCF2214
  • DSCF2208

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 197258

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband