21.1.2007 | 13:53
Dagurinn eftir þorrablótið
Ég er samt löngu vöknuð og ágætlega frísk. Þetta var fínt blót, ég er samt ekki þorramatarfíkill, borða ekki súrt eða kæst. Það er fólkið sem ég hef mestan áhuga á.
Allt mögulegt fólk kemur þarna, fólk sem maður hittir kannski ekki á hverjum degi. Gamlir vinnufélagar, unga fólkið sem fyrir fáum árum útskrifaðist úr tíunda bekk, eftir að hafa verið með mér í skólanum marga vetur. Nú eiga þau sína eigin fjölskyldu, en vilja samt enn þekkja mig. Þarna koma brottfluttir Selfyssingar og fagna því að hitta okkur sem sitjum sem fastast.
Þar sem saman koma 600 manns er varla von á öðru en maður þekki nokkra. Þarna voru líka margir þeirra sem ætla sér að verða þingmenn okkar eftir komandi kosningar. það finnst mér alltaf svolítið hallærislegt, fólk sem aldrei hefur verið hér og enginn þekkir birtist allt í einu og flaðrar uppum mann og annan. Við vitum ekki einu sinni hvað þau heita og áhuginn er ekki bundinn við pólitík á þessu kvöldi. þetta er eins og þegar þingmennirnir ryðjast í réttirnar á haustin án þess að þekkja muninn á hrút og gimbur.
En Guðni var góður, hann hélt flotta ræðu og átti alveg fyrir því að skjóta svolitið á keppinautana sem ekkert tækifæri fengu til varna. Sigurgeir Hilmar var líka góður og Kjartan flottur, honum fer fram í þessu með hverju ári. Þetta var bara allt frábært. Og leynigesturinn Raggi Bjarna stóð fyrir sínu.
Ég get svarið það, það dropar af grýlukertunum fyrir utan gluggann. Sólin er farin að gera sitt gagn.
Um bloggið
Hér slettir Helga skyrinu...
Tenglar
Barnabörnin
Dritarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.8.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 197654
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að þú varst ánægð með blótið. Við Gummi höfum ekki enn gerst svo fræg að fara á þetta Selfossþorrablót. Spurning hvenær það gerist.
Josiha, 21.1.2007 kl. 17:49
Þarna hefur verið gaman.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.1.2007 kl. 00:07
Ég verð nú að drífa mig á eitt Selfossþorrablót meðan þeim er haldið úti. Kannski ég komi næst og hitti alla.....
Bestu kveðjur
Sigþrúður Harðardóttir, 23.1.2007 kl. 14:11
Rétt hjá þér Sigþrúður. Gaman að sjá þig hér, það er alltaf skemmtilegast sem kemur á óvart. Ég er með snert af spennufíkn.
Helga R. Einarsdóttir, 23.1.2007 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.